Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 27
Sem dæmi má nefna, að þrír frístundabændur Ó, G, og F eiga fé, sem sleppur inn á skógræktarsvæði, S, vegna lélegra girðinga um hólf hvers þeirra. A skógræktarsvæðinu eyðileggja æmar allan gróður og er smalað út af svæðinu um það leyti, sem allt er uppétið. Hér verður að líta svo á, að ábyrgð hinna þriggja eigenda fjárins sé óskipt gagnvart S, önnur staða væri óviðunandi fyrir hann. Uppgjör þeirra þriggja innbyrðis færi hins vegar sem fyrr eftir reglu 1. mgr. 25. gr. skaðabótalaga. Líklega yrði að telja hið sama eiga við, þótt nægt hefði til fullkominnar eyðileggingar, að fé tveggja hefði sloppið inn á skógræktarsvæðið, þannig að fé hins þriðja teldist viðbótartjónsorsök. Það ætti við, ef það hefði gerzt samtímis. A hinn bóginn er líklega ljóst, að ekki yrði unnt að koma fram bótakröfum á hendur hinum þriðja, ef fé hans hefði komið síðar inn á svæðið, þ.e. þegar skemmdir voru þegar unnar. Þá hefði háttsemi hans ekki verið nauðsynlegt skil- yrði tjóns og þaðan af síður nægjanlegt skilyrði. 2.8.3 Sjálfstæðar tjónsorsakir 2.8.3.1 Inngangur Eins og fyrr segir er talað um sjálfstæðar tjónsorsakir, þegar fleiri en ein tjónsorsök, sem hver um sig hefði getað valdið öllu tjóninu, verka óháð hvor eða hver annarri. Hér er oft nefnt sem dæmi til skýringar, að tvær verksmiðjur við sama vatn eða á láti renna úrgangsefni í ána, sem í hvoru tilviki var nægilegt til að menga vatnið og drepa fiskstofn sem þar var. Ymis afbrigði eru af sjálfstæðum tjónsorsökum, og lúta þau bæði að því hvort báðar eða allar orsakimar séu ábyrgðarorsakir og eins að því, er þær verka á mismunandi tíma. Engin leið er að fjalla um öll afbrigði sjálfstæðra tjóns- orsaka, heldur verður aðeins vikið að þeim helztu. 2.8.3.2 Orsakirnar verka samtímis Ef hinar sjálfstæðu tjónsorsakir verka samtímis og eru báðar eða allar ábyrgðarorsakir, verður að telja að um óskipta skaðabótaskyldu sé að ræða. Skilyrðiskenningin á að vísu ekki vel við í slíkum tilvikum, nema hún sé skýrð svo að meta verði hverja orsök óháð hinni, þar sem þær verka samtímis. Önnur niðurstaða en óskipt ábyrgð væri óviðunandi, annars vegar frá sjónarmiði tjón- þola, sem gæti þurft að sæta því að hvorugur gæti bætt allt tjón hans, en saman gætu þeir það, og hins vegar frá sjónarhóli samfélagsins, þ.e. að maður, sem ábyrgð bæri á tjónsorsök, slyppi við að greiða bætur, af því að annar gæti einnig borið ábyrgð. Óskipt ábyrgð er eðlileg gagnvart tjónþola, en það yrði svo að ráðast í innbyrðis uppgjöri hinna bótaskyldu, hvemig skipta bæri ábyrgðinni milli þeirra. Um það gildir 1. mgr. 25. gr. skaðabótalaga, svo sem fyrr greinir. 2.8.3.3 Orsakirnar verka ekki samtímis I tilvikum þegar orsakimar verka ekki samtímis, heidur þegar önnur hefur þegar valdið tjóninu er hin kemur til, er á hinn bóginn ekki eðlilegt að dæma 331
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.