Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 33
afleiðingu.40 Á síðustu áratugum hefur, svo sem fyrr greinir, almennt verið viðurkennt, að ýmsar takmarkanir á skaðabótaábyrgðinni eiga sér, eða geta átt sér, aðrar ástæður.41 Efnisinntak skilyrðisins um sennilega afleiðingu er óljóst, eins og reyndar þeir fjórir dómar, sem reifaðir eru í þessum kafla sýna glöggt.42 Ýmsar aðrar leiðir eru færar til þess að ná sömu markmiðum við að takmarka umfang skaðabótaábyrgðar. Meðal þeirra er að draga mörk skaðabótaábyrgðar eftir því hvert sé vemdarandlag eða vemdartilgangur þeirra reglna, skráðra eða óskráðra, sem leiða til skaðabótaskyldu þess, sem viðhefur tiltekna háttsemi. Hér er miðað við, að á mörgum sviðum skaðabótaréttar sé eðlilegt að draga mörk skaðabóta- ábyrgðar eftir slíkum reglum. Við það verður gildissvið reglna um sennilega afleiðingu þrengra, en þær hafa þó enn það hlutverk að takmarka bótaábyrgð (atviksbundið, sbr. síðar) í þeim mæli, sem skilyrðið gefur tilefni til. 3.2 Takmörkun skaðabótaábyrgðar á grundvelli reglna um verndartilgang skaðabótareglna 3.2.1 Viðteknar kenningar (reglur) um verndartilgang skaðabótareglna Það hefur verið viðtekin skoðun, að umfang skaðabótaábyrgðar ætti að tak- markast af vemdartilgangi þeirra skaðabótareglna, sem ábyrgðin er reist á. Þannig mætti afmarka umfang skaðabótaábyrgðar, a.m.k. á tilteknum sviðum réttarins. Sem dæmi um svið, þar sem slíkar reglur væru til ákvörðunar um um- fang skaðabótaréttar, hefur verið bent á mál um ábyrgð ríkis og sveitarfélaga vegna tjóns, sem valdið er í eða við framkvæmd stjómsýslu.43 Litið hefur verið svo á, að þessar reglur um takmörkun skaðabótaábyrgðar komi til viðbótar reglum um sennilega afleiðingu, sem væru þá einnig til tak- mörkunar á umfangi skaðabótaábyrgðar. 3.2.2 Kenningar Hákan Andersson Á síðustu árum hafa verið settar fram skoðanir, sem lúta að því, að með reglum um vemdartilgang skaðabótareglna, sé þeim beitt með tilteknum hætti, megi draga mörk skaðabótaábyrgðar þannig, að ekki sé þörf á reglum um senni- lega afleiðingu í því skyni.44 Markmiðið er m.ö.o. að fjalla heildstætt um mörk skaðabótaábyrgðar í skaðabótarétti og nota reglur um vemdartilgang skaða- 41 Stig j0rgensen: „Ársagsproblemer i forbindelse med personskade". Nordisk forsikringstid- skrift. 3. hefti 1960, bls. 196. 42 Sjá t.d. Hjalmar Karlgren: Skadestándsrátt, bls. 46. Þar segir höfundurinn, að inntak hug- taksins sennileg afleiðing sé eitt hið óljósasta á sviði einkamálaréttar og sé þá mikið sagt. 43 Marcus Radetzki: Orsak och skada, bls. 37-39. 44 Kenningar um þetta eru settar fram í riti Hákan Andersson, Skyddsándamál och adekvans, sem út kom 1993. Yfirlit yfir þær má t.d. finna í ritgerð hans „Prolegomena, introduktion till en skyddsandamálslára". Juridisk Tidskrift. 3. tbl. 1994-95, bls. 392-414 og í riti Marcus Radetzki: Orsak och skada, bls. 39-41. 45 Hákan Andersson: „Prolegomena, introduktion till en skyddsándamálslára“. Juridisk Tidskrift. 3. tbl. 1994-95, bls. 393 og 394. 337
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.