Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 37
tjónvalds er bótaskyld. Þess sér stundum stað í íslenzkum dómum, að sá sem bóta er krafizt af, beri fyrir sig þá málsástæðu, að tjónþoli hafi ekkert (lögmætt) erindi átt á stað þar sem hann slasaðist, sbr. t.d. H 1935 85. I þeim dómi var þessari málsástæðu hafnað og sérstaklega útlistað, að erindið hefði verið lög- mætt. Telja verður t.d., að sá sem brýtur sér leið að næturlagi inn á starfsstöð manns og verður þar fyrir slysi vegna ófullnægjandi aðbúnaðar, geti vart borið fyrir sig brot á reglum um aðbúnað á vinnustað með sama hætti og starfsmaður á staðnum hefði getað. Ástæðan er sú, að reglum um aðbúnað og öryggi á vinnustað er fyrst og fremst ætlað að vemda þá, sem þar starfa eða eiga lögmætt erindi, en vart þá, sem brjóta sér þangað leið að næturlagi í því skyni að fremja þjófnað. 3.2.4.5 Hagsmunir, sem verða fyrir tjóni vegna saknæmrar vanrækslu við framkvæmd iögbundins eftirlits af hálfu hins opinbera48 Hið opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélög, hefur með hendi fjölþætt eftirlit með margs konar starfsemi einkaaðilja og með ýmiss konar tækjum og búnaði. Starfsmenn þess gera mistök í slíku eftirliti, eins og við er að búast, og ýmis dæmi eru þess, að slík mistök hafi leitt til tjóns. Er það ýmist tjón þess, sem eftirlitið beinist gegn, eða tjón á hagsmunum þriðja manns. Almennt má segja, að viðleitni til þess að sækja bætur vegna tjóns, er leiðir af mistökum við fram- kvæmd eftirlits hins opinbera, hafi almennt ekki leitt til árangurs. Hér að neðan verður getið helztu sviða, þar sem slíkt eftirlit er að finna og nokkurra dóma, sem gengið hafa um skaðabótarétt vegna tjóns, er rekja má til mistaka við eftirlitið. Eftirlit með gerð og búnaði fasteigna Af hálfu sveitarfélaga fer fram eftirlit með því, að byggingar og ýmis mann- virki uppfylli þær kröfur, sem gerðar eru í lögum, t.d. skipulags- og bygg- ingarlögum, nr. 73/1997 og stjómvaldsreglum, sbr. t.d. byggingarreglugerð, nr. 441/1998. Ríkið hefur einnig með höndum eftirlit með byggingarefnum, bygg- ingarframkvæmdum og mannvirkjum. Eftirlit þetta, sem framkvæmt er af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins með stoð í VII. kafla laga nr. 70/1972, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, er þó annars eðlis en byggingareftirlit sveitarfélaga. Þess eru ýmis dæmi, að tjón hafi orðið vegna saknæmrar van- rækslu eða mistaka þeirra, sem annast byggingareftirlit fyrir sveitarfélög. Tjónið hefur m.a. orðið á hagsmunum þess, sem eftirlitið beinist gegn, sbr.: 48 í grein Arnljóts Björnssonar: „Er bótaábyrgð hins opinbera vegna gáleysis starfsmanna þrengri en vinnuveitandaábyrgð almennt?" Afmælisrit Gauks Jörundssonar, bls. 27-47, er fjallað um bóta- ábyrgð hins opinbera m.a. vegna eftirlitsstarfsemi þess. 341
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.