Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 38
H 1988 324
Húsbyggjandi í Mosfellsbæ taldi, að orsök galla í nýbyggðu húsi hans mætti rekja
til mistaka við val á fyllingarefni í grunn og við gerð undirstöðu. Hann taldi sig hafa
farið eftir leiðbeiningum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins við þessa verkþætti.
Hann höfðaði mál til heimtu skaðabóta á hendur nokkrum aðiljum, m.a. sveitar-
félaginu. Um kröfu hans á hendur sveitarfélaginu segir í forsendum dóms Hæsta-
réttar, að ákvæði byggingarsamþykkta um eftirlit byggingamefnda með því, að fylgt
sé fyrirmælum í löggjöf um styrkleika og burðarþol húsa við byggingu þeirra, séu
sett vegna almannahagsmuna og til að efla almennt öryggi. Er svo rakið, að iðn-
meistarar beri samkvæmt byggingarreglugerð ábyrgð á þeim verkþætti, sem um
ræddi, og ekki væri sannað að byggingarfulltrúinn hefði bakað sveitarfélaginu skaða-
bótaskyldu með athöfnum sínum eða athafnaleysi.
Rökstuðningur þessi er í samræmi við rökstuðning í H 1967 225 (rökstuðn-
ingur í héraðsdómi) og H 1987 1299, en í þeim dómum báðum hafði húsbyggj-
andi uppi kröfur um bætur vegna mistaka í byggingareftirliti sveitarfélags.49
Eftirlit með skipum
Ríkið rekur umfangsmikið eftirlit með skipum. Til dómstóla hafa komið
mál, þar sem ríkið er krafið um skaðabætur vegna tjóns, er leitt hefur af mis-
tökum við slíkt eftirlit. í H 1958 134 og H 1970 1085 er í báðum tilvikum fjallað
um kröfu kaupanda báts, sem taldi sig hafa mátt treysta því, að haffærnis-
skírteini báts væri reist á raunverulegu ástandi hans, sem í báðum tilvikum
reyndist rangt. Ríkið var sýknað af kröfunum í báðum málunum með sama rök-
stuðningi, sem var svohljóðandi:
Ákvæði laga nr. 68/1947 um opinbert eftirlit með skipum miða að því að efla
almennt öryggi sjófarenda. En skýrsla um skoðun skips, sem hinir opinberu skoð-
unarmenn gefa samkvæmt lögum þessum, og meðmæli þeirra með því að skip fái
haffæmisskírteini, eru ekki ætluð til að vera einhlít sönnunargögn til ákvörðunar í
fjármunaréttarlegum viðskiptum aðilja um skip. Verður rikissjóður ekki krafinn skaða-
bóta fyrir tjón, sem aðili kann að hafa hlotið af slíkum viðskiptum, þótt í Ijós komi,
að skoðun starfsmanna skipaeftirlitsins hafi ekki verið framkvæmd með þeirri kost-
gæfni, er skyldi.
Ekki er kunnugt um dóma þar sem sá, er eftirlitið beinist gegn, lætur reyna
á bótarétt sinn vegna saknæmra mistaka við það. Unnt er að minnsta kosti að
segja, að reglur um opinbert eftirlit með skipum hafi ekki þann tilgang að
vemda þann, sem verður fyrir tjóni við kaup á skipi vegna þess að hann treystir
því, að ekki hafi verið gerð mistök við eftirlitið.
49 Rétt er að geta þess hér, að til eru dómar, þar sem sveitarfélag er dæmt bótaskylt í svipuðum
tilvikum, sbr. H 1961 830 og H 1971 71. Ekki er þó víst, að mál það, sem dæmt var í fyrrnefnda
dóminum, teljist alveg sambærilegt.
342