Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 43
sennileg afleiðing af háttsemi hans? Yfirleitt verður ekki sagt, að gerðar séu miklar kröfur í þessu efni.56 Ljóst er, að það hefur mikla þýðingu, að málsatvik verði athuguð rækilega, því ella verður vart hægt að fullyrða það, hvort tjón hafi verið sennileg afleiðing af háttsemi. Segja má, að matið á skaðabótaábyrgð og umfangi hennar hljóti að eiga sér stað a.m.k. í þremur þrepum, þ.e. í fyrsta lagi athugun á því, hvort bótagrundvöllur sé fyrir hendi, í öðru lagi hvort skaðabótaábyrgð eigi að sæta takmörkunum vegna verndartilgangs skaðabótareglna, eða reglna um sennilega afleiðingu, og í þriðja lagi hver bótafjárhæðin eigi að vera. Þótt matið fari fram í þremur stigum, og ætla mætti, að mat á sennilegri afleiðingu væri því óháð mati á bótagrundvellinum, t.d. sakarmatinu, er svo ekki í raun. Er að líkindum óhjákvæmilegt, að stundum fari þetta mat saman. Má um það benda á: H 1991 2006 G átti vörubifreið, sem hann hafði selt. Hann lagði bifreiðinni fyrir utan heimili sitt í íbúðahverfi og setti ýmsa muni á pallinn, sem áttu að fylgja við söluna. Að því búnu fór hann inn til sín, en flutti vörubifreiðina ekki á sérstakt bifreiðastæði, sem ætlað var fyrir stórar bifreiðar. Samkvæmt reglugerð var bannað að leggja slíkum bifreiðum við íbúðagötur. E, sem var ellefu ára, lenti aftan á bifreiðinni, er hann hugðist hjóla heim til sín. Hann slasaðist alvarlega á auga og var talið líklegt, að hann hefði lent á tilfæringu, sem fest var aftan á vörupallinn til að framlengja hann. E höfðaði bótamál á hendur G. Ekki var talið, að um notkun í skilningi 88. gr. umferðarlaga væri að ræða og því ekki dæmd hlutlæg ábyrgð. Talið var, að G hefði brotið fyrirmæli í reglugerð um bann við stöðu bifreiðarinnar á þessum stað, eftir að fermingu hennar var lokið. Síðan segir í forsendum Hæstaréttar: „Mátti sjá fyrir sérstaka slysahættu stafa af bifreiðinni þar vegna breiddar hennar og búnaðar á afturenda vörupallsins". I framhaldi af þessum orðum er því slegið föstu, að hátt- semi hans hafi verið saknæm og ólögmæt og felld á hann fébótaábyrgð. E var látinn bera þriðjung tjónsins sjálfur. Sjá og H 1996 1697 og H frá 7. febrúar 2002, mál nr. 244/2001. í síðar- nefnda dóminum segir svo í forsendum Hæstaréttar, þegar verið er að meta, hvort háttsemi yfirmanna hjá vinnuveitanda tjónþola sé saknæm og baki því vinnuveitanda bótaskyldu: Þessum yfirmönnum átti að vera fyllilega ljóst hvers kyns hætta gat fylgt því að hella skyndilega allmiklu köldu vatni yfir mann, sem átti einskis slíks von og lá á bakinu í þröngri aðstöðu undir sláttuvél við vinnu sína. Með áðurgreindum fram- burði vitna er nægilega sýnt, að áfrýjandi brást við þessu óvænta atviki með því ósjálfrátt að reyna að komast í flýti undan sláttuvélinni, en rakst í þeirri viðleitni upp undir hana og hlaut þá áverkana, sem hann krefst nú bóta fyrir. Þessi viðbrögð 56 Sbr. umfjöllun Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsrátt, bls. 204, en þar segir „Icke varje liten ökning beaktast", en af þessu má væntanlega draga þá ályktun, að ekki séu gerðar miklar kröfur. 347
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.