Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 44
áfrýjanda voru í alla staði eðlileg og máttu þeir, sem voru valdir að ófamaði hans, jafnframt sjá þau fyrir. Rökstuðningurinn tekur í raun bæði til mats á sök sem slíkri, þ.e. bótaskyldu og einnig til þess hvort afleiðingar hafi verið fyrirsjáanlegar. UfR 1956, bls. 215 Tveir drengir, sem ásamt nokkrum tugum annarra voru vistaðir á eins konar upp- tökuheimili fyrir vandræðaböm og unglinga, struku af heimilinu. Keyptu þeir sér eldspýtur og vindlinga í nálægri verzlun og fóru svo upp á hlöðuloft á bæ í nágrenn- inu, þar sem þeir fengu sér reyk, en kveiktu svo í heyi. Barst eldurinn í hlöðuna og brann hún að mestu. Eigandi hennar krafði heimilið um bætur vegna tjóns, sem hann ekki fékk bætt úr brunatryggingu eignarinnar. Talið var að fortíð drengjanna, en a.m.k. annar þeirra hafði ítrekað orðið uppvís að íkveikjum, hefði verið starfsmönn- um heimilisins kunn. Hefði borið að hafa drengina undir stöðugu eftirliti, og starfs- fólkinu átti að vera ljóst, að hætta var á því, að þeir myndu valda eldsvoða, ef þeir færu út af heimilinu. Var sök heimilisins metin þannig og bótaskylda felld á það vegna tjónsins. Aðrir dómar veita vísbendingu um, að sakarmatið og matið á sennilegri afleið- ingu háttsemi þurfi ekki að fara saman. UfR 1943, bls. 641 í þessu máli hafði kona, K, lent í umferðarslysi, sem var bótaskylt. Við slysið hafði K ristarbrotnað, og hlaut hún í framhaldi af því sjaldgæf óþægindi vegna kalk- þurrðar. Ekki var talið, að síðari óþægindi og sjúkrahúskostnaður, sem féll til vegna þeirra, væru utan þess, sem telja mætti sennilega afleiðingu af slysinu, og var það tjón því einnig bótaskylt. Einnig hefur verið bent á, að matið á sennilegri afleiðingu sé ekki einhlítt í sjálfu sér, sjá megi að gerðar séu ríkari kröfur til þess, að afleiðing teljist senni- leg, þegar um er að ræða atburðarásina fram að frumtjóni, en verulega sé slakað á slíkum kröfum, þegar metið er hvað teljist sennilegar afleiðingar frumtjóns- ins.57 Ekki eru allir sammála því, að hægt sé að segja, að það sé regla, að matið á sennilegri afleiðingu sé strangara, þegar um frumtjón er að ræða en að því er varðar afleiðingar. Oljóst er hver er afstaða íslenzkra dómstóla í þessu efni, enda við fáa dóma að styðjast. Nefna má þó dæmi um tilvik, þar sem Hæsti- réttur virðist ekki telja að líkamstjón sjómanns hafi verið sennileg afleiðing af slysahættu, er stafaði af ljósastaur, sem staðsettur var framarlega á bryggju- kanti: 57 Stig Jorgensen: „Ársagsproblemer i forbindelse med personskade". Nordisk forsikringstid- skrift. 3. hefti 1960, bls. 197-198 og sami höfundur: Erstatningsret, bls. 208 og áfram. 348
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.