Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 48
stýrishúsi kranans og lenti í hlið hans hinu megin. Fór kúlan rétt við B, þar sem hann var að störfum sínum. B hlaut engin líkamleg meiðsl, en atvikin höfðu þó þær afleiðingar, að á hann sótti þunglyndi, og hann hætti að geta stundað atvinnu sína. B hafði áður fengið þunglyndisköst og verið til læknismeðferðar af þeim sökum. í málinu lá fyrir vottorð læknis um, að B hefði tilhneigingu til þunglyndis og væri því berskjaldaðri fyrir áföllum, eins og því sem hann hafði orðið fyrir. Það var þó ekki talið eiga að skerða rétt hans til bóta. í forsendum dóms Hæstaréttar segir m.a. „Leggja verður til grundvallar [...] að veikindi stefnda eftir atburðinn séu sennileg afleiðing af fyrrgreindu fébótaskyldu atferli áfrýjanda. A stefndi því rétt á að fá tjón sitt bætt úr hendi hans“. Af forsendum Hæstaréttar í síðastgreindum dómi verður sú ályktun dregin, að til takmörkunar á umfangi bótaábyrgðar kunni að koma í slíkum tilvikum, ef afleiðingamar fara út fyrir það, sem telja má sennilega afleiðingu. I því sam- bandi verður þó að geta þess, að sé um líkamstjón að ræða, þarf mikið til að koma, svo ábyrgð verði takmörkuð vegna veikleika tjónþolans.64 3.5.4 Afleiðingar frumtjóns verða meiri vegna atbeina þriðja manns Fyrir kemur, að þriðji maður veldur því, að afleiðingar frumtjóns verða meiri en ella hefðu orðið. Ef háttsemi þriðja manns er ekki bótaskyld, myndi meginreglan vera sú, að atbeini hans hefði ekki áhrif á skaðabótaskyldu þess, sem ábyrgð ber á frumtjóni, þ.e. hann yrði líka ábyrgur fyrir afleiðingunum. Þótt þriðji maður hafi sýnt af sér saknæma háttsemi, þannig að hann yrði sjálfur bótaskyldur, þá er meginreglan sú, að það leysi þann, sem upphaflega er skaðabótaskyldur, ekki undan ábyrgð sinni.65 Ef háttsemi þriðja manns er mjög ámælisverð, t.d. stórfellt gáleysis- eða ásetningsverk, getur verið, að sá sem upphaflega ber ábyrgðina losni undan henni vegna reglna um sennilega afleið- ingu. Má til hliðsjónar vísa til H 2000 265, sem reifaður er að framan. Ef háttsemi tjónþolans, frá því að frumtjón verður og þar til afleiðingar koma að fullu fram, leiðir til þess, að umfang tjónsins eykst, koma ýmis sjónar- mið til athugunar um áhrif þess á skaðabótaábyrgð hins bótaskylda. Ef tjónþoli eykur umfang tjónsins í ógáti eða með ósjálfráðum viðbrögðum við tjóni, svo og ef hann gerir það, þótt hann hyggist takmarka tjónið, er litið svo á, að það leysi hinn bótaskylda ekki undan ábyrgð.66 Ef tjónþoli sýnir á hinn bóginn af sér gáleysi, að ekki sé talað um ásetning, myndi það hafa áhrif á bótaskyldu tjón- valds, eftir atvikum leysa hann að fullu undan ábyrgð. Oftast yrði leyst úr slíkum álitaefnum eftir reglunum um eigin sök tjónþola, eða eftir mati á því hvort hann hafi sinnt þeirri skyldu að takmarka tjón sitt með ráðstöfunum, sem sanngjamt er að ætlast til að hann grípi til. 64 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 283 og A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 161. 65 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 285-286. 66 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 286. 352
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.