Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 56
2. SKÝRING VERKNAÐARLÝSINGA XIV. KAFLA HGL. 2.1 Almenn atriði Kaflinn hefur að geyma fjórtán refsiákvæði sem eru greinar nr. 128-141 í hgl. Þessi ákvæði hafa ekki sætt efnislegum breytingum frá gildistöku laganna að undanskildum þeim sem voru samfara afnámi varðhalds sem refsitegundar, sbr. 51.-61. gr. laga nr. 82/1998. Við skýringu verknaðarlýsinga XIV. kafla hgl., eins og að jafnaði við önnur ákvæði laganna, er rétt og nauðsynlegt að líta til danskra dóma og fræðirita enda eru hgl. að meginstefnu til þýðing á dönsku hegningarlögunum (Borgerlig Straffelov) sem að stofni til eru frá 1930.4 Draga má þá ályktun af verknaðarlýsingum ákvæða XIV. kafla hgl. að staða hins opinbera starfsmanns virðist hafa verið ráðandi við mótun þeirra. I því sambandi ber hins vegar að árétta að almennt er talið að eðli vinnusambandsins á milli starfsmannsins og hins opinbera ráði ekki úrslitum um stöðu hans sam- kvæmt XIV. kafla hgl. eins og leiðir raunar af lögskýringargögnum.5 Því kann t.d. að verða litið til þess hvaða verkefni umræddur starfsmaður innti í reynd af hendi í starfi sínu hjá hinu opinbera, sbr. til hliðsjónar H 1988 990. í H 1988 990 var Ó ákærður fyrir að hafa sem fulltrúi og aðalgjaldkeri á bréfa- og póststofu Pósts og síma, Akureyri, dregið sér með beinum fjártökum úr sjóðum, sem voru í vörslum ákærða, rúmar sjö milljónir króna. Var háttsemi þessi talin varða við „1. mgr., sbr. 2. mgr. 247. gr. sbr. 138. gr.“ hgl. í dómi Hæstaréttar, sem staðfesti héraðsdóm um sakfellingu ákærða en lækkaði refsingu í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, sagði m.a. svo: „Brot sitt framdi ákærði í opinberu starfi hjá Pósti og síma á Akureyri, þar sem hann var ráðinn til starfa 1. september 1969 og skipaður fulltrúi í umdæminu 1. janúar 1981. Hann varekki æðsti yfirmaður tjármála póstmiðstöðvar- innar á Akureyri, en sem fulltrúi annaðist hann verkstjórn á bréfapóststofu ásamt almennri afgreiðslu og sá um uppgjör sjö gjaldkera póststofunnar jafnframt því að annast innlögn peninga póststofunnar á reikning í banka. Hann gegndi þannig í reynd hlutverki aðalgjaldkera á póststofunni, eins og talið er í ákæru, enda þótt hann væri ekki formlega skipaður í það starf‘. Verknaðarlýsingar XIV. kafla hgl. eru um margt sérstæðar í refsilöggjöfinni. Þær fela t.d. í sér undantekningu frá grunnreglu íslensks refsiréttar um að sérhver lifandi maður geti almennt talist gerandi í refsiréttarlegu tilliti með því að vinna tiltekinn frumverknað.6 Með refsipólitískri ákvörðun löggjafans hefur gerendahópur XIV. kafla hgl. verið afmarkaður við þá einstaklinga sem hafa ákveðið starf á hendi sem tengist með beinum eða óbeinum hætti framkvæmd 4 í eftirfarandi umfjöllun verður því á viðeigandi stöðum vísað til refsiákvæða 16. kafla dönsku hgl. um brot í opinberri þjónustu eða starfi o.fl. (d. Forbrydelser i offentlig tjeneste eller hverv m.v.) til frekari skýringar og samanburðar. 5 Alþt. 1939, A-deild, bls. 377. 6 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I. Háskólaútgáfan, Reykjavík (1999), bls. 36. 360
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.