Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 60
hafi ekki samrýmst embættisfærslu ákærða, fyrir 1. júlí 1992 sem dómara og eftir þann tíma sem sýslumanns, að gæta hagsmuna uppboðsbeiðenda við fyrirtökur upp- boðsmála, en ljóst er, að ákærði innti þessa vinnu af hendi í beinum tengslum við framkvæmd starfa síns. M verður og að telja, að ákærða hafi ekki getað dulist, að þær greiðslur, sem hann áskildi sér og þáði með framangreindum hætti, voru reiddar fram í sambandi við umræddar embættisathafnir ákærða, sem voru hluti af starfs- skyldum hans og hann þáði laun fyrir úr ríkissjóði. Er það því niðurstaða dómsins, að ákærði hafi ekki átt tilkall til þessara greiðslna. Þá verður að telja, að gjaldtaka þessi hafi ekki samrýmst embættisstöðu hans. Hefur ákærði með framangreindri háttsemi, sem sönnuð er með játningu hans og studd öðrum gögnum málsins, orðið brotlegur við 128. gr. almennra hegningarlaga. Verður að líta svo á, að um samfellda brotastarfsemi ákærða hafi verið að ræða, sem lokið hafi árið 1993“. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um þetta atriði m.a. með svofelldum forsendum: „Ákæruefnið varðar þá háttsemi ákærða að bóka einhvem af starfsmönnum embættisins mættan fyrir hönd gerðarbeiðenda, en gæta sjálfur hagsmuna þeirra við fyrirtökur og áskilja sér greiðslur fyrir. Þessi störf ákærða fyrir uppboðsbeiðendur voru hvorki embættisathafnir né hluti af starfsskyldum og fóru raunar í bága við þær. Hann þáði greiðslur, sem hann átti ekki tilkall til, og þykir hann því hafa áskilið sér þær við framkvæmd þessara starfa, þótt um þóknun hafi ekki verið rætt fyrir fram í einstökum tilvikum". Hinn 3. júlí 2002 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. S-1393/2002 þar sem Á, sem formaður byggingamefndar Þjóðleikhússins og formaður byggingar- nefndar Vestnorræna ráðsins, Brattahlíðamefndar, var ákærður, sbr. 16. tölulið í ákæruskjali, fyrir að hafa fengið í hf. til þess að greiða tiltekna fjárhæð í norskum krónum samkvæmt reikningi fyrir tilsniðið timbur í stafkirkju sem ákærði festi kaup á fyrir sjálfan sig hjá M-banken AS í Noregi á sama tíma og hann vann við viðtöku stafkirkju, þjóðargjafar Norðmanna til íslendinga, sem formaður byggingamefndar stafkirkju í Vestmannaeyjum. í hf. færði fjárhæð reikningsins til gjalda í bókhaldi sínu á bókhaldsreikning vegna byggingaframkvæmda í Brattahlíð en timburkaup ákærða voru færð honum til skuldar á viðskiptareikningi hans sem þá var stofnað til í bókhaldi í hf. í niðurstöðu dómsins um 16. ákærulið var ákvæði 128. gr. hgl. rakið og tekið m.a. fram: „Ekki eru skilyrði samkvæmt greininni að um fjárhagslegan ávinning sé að ræða. Hins vegar er skilyrði að ávinningurinn sé tengdur framkvæmd starfa hins opinbera starfsmanns. í þessum ákærulið er því lýst að ákærði vann um þetta leyti að móttöku þjóðargjafar Norðmanna til Islendinga. Dómurinn skilur ákæruna svo að vísað sé til þess að ávinningur ákærða af því að [I hf.] flutti efni hingað til lands fyrir hann og greiddi, hafi tengst starfi ákærða sem formanns bygg- ingamefndar um stafkirkju í Vestmannaeyjum. Þetta starf ákærða eitt og sér er ekki til þess fallið að útiloka ákærða frá samskiptum við [I hf.] fyrir sjálfan sig, eins og lýst er í ákærunni, öðruvísi en saknæmt teljist. Því er ekki lýst í ákærunni hvernig þessi opinberu störf ákærða tengdust innflutningi hans á efninu í stafkirkjuna, þannig að saknæmt hafi verið af hans hálfu. [...] Að öllu þessu virtu telur dómurinn ósannað að innflutningurinn á timbrinu hafi tengst hinu opinbera starfi ákærða, sem lýst er í ákærunni, þannig að varði við 128. gr. almennra hegningarlaga og ber sam- kvæmt því að sýkna ákærða af þessum ákærulið". 364
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.