Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 61
Á var einnig ákærður, sbr. 17. tölulið í ákæruskjali, fyrir að hafa heimtað og þegið
650.000 krónur úr hendi fyrirsvarsmanna Þ hf., meðákærðu B og G, fyrir að sam-
þykkja reikning Þ hf. að fjárhæð rúmar þrjár milljónir króna vegna ýmissa lagfær-
inga í Þjóðleikhúskjallaranum á fimm ára tímabili frá dagsetningu reiknings að telja,
til greiðslu af fjárveitingum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Um 17. ákærulið
sagði m.a. svo í niðurstöðu héraðsdómsins: „Ákærði játaði að hafa tekið við pen-
ingunum úr hendi meðákærða [G], en hann kvaðst engin samskipti hafa átt við með-
ákærða [B]. Meðákærði [G] lýsti því að þessi greiðsla til ákærða stæði í sambandi
við að samþykkja reikninginn. Ákærði [Á] kvað ekkert samband hafa verið þar á
milli. Ráða má af framburði [Á] og meðákærða [G], að þessi greiðsla til ákærða var
vegna starfa hans sem formanns byggingamefndar Þjóðleikhússins. Þótt því verðt
ekki slegið föstu gegn eindreginni neitun ákærða [Á], að greiðslan til hans tengist
samþykkt hans á reikningnum [...], kemur það ekki að sök eins og hér stendur á, þar
sem sannað er með framburði ákærða og með framburði meðákærða [G], að ákærði
tók við greiðslunni vegna opinberra starfa sinna sem formaður byggingarnefndar
Þjóðleikhússins. Með móttöku fjárins braut ákærði gegn 128. gr. almennra hegn-
ingarlaga“.
Enda þótt „ávinningur" í merkingu 128. gr. sé í flestum tilvikum fjárhags-
legur í eðli sínu leiðir af orðalagi ákvæðisins og lögskýringargögnum að orðið
„ávinningur“ verður ekki skýrt svo þröngt.15 Almennt verður því að álíta að
hugtakið verði skýrt í hverju máli fyrir sig eftir því hvort sannað þyki að gerandi
hafi litið svo á að „greiðslan“ fæli í sér ávinning í rúmri merkingu, jafnvel til-
finningalegan eða siðferðilegan, fyrir hann eða einhvem annan.16 Sem dæmi
mætti nefna að opinber starfsmaður A lofar utanaðkomandi B að veita honum
lögbundinn styrk úr opinberum sjóði, sem A hefur verið falið að annast, fari B
með A út að borða á veitingahús á kostnað A. Nægilegt er að A líti svo á að
samþykki B fyrir því að fara með honum út að borða feli í sér „ávinning“ þrátt
fyrir að allur fjárhagslegur kostnaður sem af því leiðir hvíli á A.17
2.2.2 Álitaefni sem vakna með samanburði við 144. og 145. gr. dönsku hgl.
Athygli er í fyrsta lagi vakin á nýlegri breytingu sem gerð hefur verið á 144.
og 145. gr. hegningarlaganna dönsku, sbr. lov 228/2000. Með þeim lögum var
ákvæðum 144. og 145. gr. dönsku hegningarlaganna nánar tiltekið breytt á þann
veg að gildissvið þeirra var rýmkað þannig að þau taka nú samkvæmt orðalagi
sínu til „udpvelse af dansk, udenlandsk eller intemational offentlig tjeneste eller
hverv“. í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því er varð að breytingarlög-
15 Jónatan Þórmundsson: sama grein, bls. 381. Sjá hér einnig dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
3. júlí 2002 í máli nr. S-1393/2002.
16 Vagn Greve, Asbjórn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit. bls. 91. Taka höfundar
hér dæmi um það er opinber starfsmaður, maki hans eða böm njóta tiltekinnar vemdar af hálfu
utanaðkomandi aðila.
17 Um lýsingu á öðrum efnisþáttum 128. gr. hgl. vísast á ný til greinar Jónatans Þórmundssonar:
„Mútur". Úlfljótur. 4. tbl. (1973), bls. 381-382.
365