Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 61
Á var einnig ákærður, sbr. 17. tölulið í ákæruskjali, fyrir að hafa heimtað og þegið 650.000 krónur úr hendi fyrirsvarsmanna Þ hf., meðákærðu B og G, fyrir að sam- þykkja reikning Þ hf. að fjárhæð rúmar þrjár milljónir króna vegna ýmissa lagfær- inga í Þjóðleikhúskjallaranum á fimm ára tímabili frá dagsetningu reiknings að telja, til greiðslu af fjárveitingum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Um 17. ákærulið sagði m.a. svo í niðurstöðu héraðsdómsins: „Ákærði játaði að hafa tekið við pen- ingunum úr hendi meðákærða [G], en hann kvaðst engin samskipti hafa átt við með- ákærða [B]. Meðákærði [G] lýsti því að þessi greiðsla til ákærða stæði í sambandi við að samþykkja reikninginn. Ákærði [Á] kvað ekkert samband hafa verið þar á milli. Ráða má af framburði [Á] og meðákærða [G], að þessi greiðsla til ákærða var vegna starfa hans sem formanns byggingamefndar Þjóðleikhússins. Þótt því verðt ekki slegið föstu gegn eindreginni neitun ákærða [Á], að greiðslan til hans tengist samþykkt hans á reikningnum [...], kemur það ekki að sök eins og hér stendur á, þar sem sannað er með framburði ákærða og með framburði meðákærða [G], að ákærði tók við greiðslunni vegna opinberra starfa sinna sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Með móttöku fjárins braut ákærði gegn 128. gr. almennra hegn- ingarlaga“. Enda þótt „ávinningur" í merkingu 128. gr. sé í flestum tilvikum fjárhags- legur í eðli sínu leiðir af orðalagi ákvæðisins og lögskýringargögnum að orðið „ávinningur“ verður ekki skýrt svo þröngt.15 Almennt verður því að álíta að hugtakið verði skýrt í hverju máli fyrir sig eftir því hvort sannað þyki að gerandi hafi litið svo á að „greiðslan“ fæli í sér ávinning í rúmri merkingu, jafnvel til- finningalegan eða siðferðilegan, fyrir hann eða einhvem annan.16 Sem dæmi mætti nefna að opinber starfsmaður A lofar utanaðkomandi B að veita honum lögbundinn styrk úr opinberum sjóði, sem A hefur verið falið að annast, fari B með A út að borða á veitingahús á kostnað A. Nægilegt er að A líti svo á að samþykki B fyrir því að fara með honum út að borða feli í sér „ávinning“ þrátt fyrir að allur fjárhagslegur kostnaður sem af því leiðir hvíli á A.17 2.2.2 Álitaefni sem vakna með samanburði við 144. og 145. gr. dönsku hgl. Athygli er í fyrsta lagi vakin á nýlegri breytingu sem gerð hefur verið á 144. og 145. gr. hegningarlaganna dönsku, sbr. lov 228/2000. Með þeim lögum var ákvæðum 144. og 145. gr. dönsku hegningarlaganna nánar tiltekið breytt á þann veg að gildissvið þeirra var rýmkað þannig að þau taka nú samkvæmt orðalagi sínu til „udpvelse af dansk, udenlandsk eller intemational offentlig tjeneste eller hverv“. í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því er varð að breytingarlög- 15 Jónatan Þórmundsson: sama grein, bls. 381. Sjá hér einnig dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júlí 2002 í máli nr. S-1393/2002. 16 Vagn Greve, Asbjórn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit. bls. 91. Taka höfundar hér dæmi um það er opinber starfsmaður, maki hans eða böm njóta tiltekinnar vemdar af hálfu utanaðkomandi aðila. 17 Um lýsingu á öðrum efnisþáttum 128. gr. hgl. vísast á ný til greinar Jónatans Þórmundssonar: „Mútur". Úlfljótur. 4. tbl. (1973), bls. 381-382. 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.