Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 68
„ransagning“ í þessu samhengi ætti að vera „leit“, sbr. nánar ákvæði XI. kafla laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Sambærilegt álitaefni vaknar við samanburð á 132. gr. hgl. og 148. gr. dönsku hgl. I íslenska ákvæðinu eru orðasamböndin „réttra aðferða" og „eða brýtur aðrar þesskonar reglur“ notuð til að lýsa verknaðaraðferðinni en í danska ákvæð- inu er orðalagið sem notað er „lovbestemte fremgangsmáder“ og „eller lignende forholdsregler“. Hafa verður í huga að 132. gr. hgl. er samhverft brot og er því refsað fyrir verknaðaraðferðina eina og sér og ásetningur til einhvers konar tjóns eða annarra afleiðinga af háttseminni ekki áskilinn. Því er mikilvægt að verknaðaraðferðinni sé lýst með skýrum hætti. Ekki verður séð að lögskýr- ingargögn bæti hér úr. Því hefði verið eðlilegra að orðalagið væri nokkuð þrengra, eins og gert er í 148. gr. dönsku hgl., t.d. með því að nota orðalag eins og „lögmætra aðferða" eða „lögákveðinna aðferða“ fremur en „réttra aðferða“ sem er rýmra og afmarkar þannig ekki með fullnægjandi hætti þann mælikvarða sem ákvarðar hvort aðferðin var „rétt“ eða ekki. Að því er varðar 133. gr. hgl. leiðir samanburður við 149. gr. dönsku hgl. til þeirrar ályktunar að fyrmefnda ákvæðið sé efnislega þrengra. Orðalag 133. gr. hgl. virt heildstætt er takmarkað við afplánunarfanga, sbr. „gæta fanga eða annast framkvæmd refsidóms", „lætur fanga komast undan“ og „að refsing verði fram- kvæmd með öðru og vægara móti“. Þá virðast lögskýringargögn sem rakin eru hér að framan styrkja þessa niðurstöðu. Akvæði 149. gr. dönsku hgl. tekur hins vegar samkvæmt orðalagi sínu og að mati fræðimanna einnig til sakbominga á rannsóknarstigi máls, sbr. orðalagið „lader en sigtet undvige“, hvort sem um er að ræða gæsluvarðhaldsfanga eða sakbominga sem vistaðir em í fangageymslu án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir.29 Yakin skal athygli á því að í dönskum rétti hefur verið lagt til grundvallar að 149. gr. dönsku hgl. taki ekki til þess þegar maður er t.d. nauðungarvistaður á spítala vegna andlegra annmarka, sbr. hér á landi fyrirmæli III. kafla lögræðislaga nr. 71/1997.1 dönskum rétti er þó gert ráð fyrir því að flytjist afplánunarfangi á slíka stofnun, eða sé handtekinn maður vistaður á geðheilbrigðisstofnun til eftirlits, verði almennt að líta svo á að þeir falli undir ákvæðið.30 2.4 Ákvæði 134. og 135. gr. hgl. 134. gr. Misnoti opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta fangelsi allt að 3 árum. 135. gr. Ef opinber starfsmaður tekur þátt í embættis- eða sýslunarbroti annars opinbers starfsmanns, sem undir hann er gefinn, eða leitast við að koma honum til að fremja slíkt brot, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. 29 Vagn Greve, Asbjurn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 94. Þar er gengið út frá þvf að „en fange omfatter ogsá den, der er d0mt til anbringelse i forvaring". 30 Vagn Greve, Asbjurn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 96. 372
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.