Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 69
2.4.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar Akvæði 134. gr. hgl. hefur að geyma sérákvæði um ólögmæta nauðung opin- bers starfsmanns. I lögskýringargögnum er rakið að um sé að ræða efnislega samhljóða ákvæði og 225. gr. hegningarlaganna 1869. Fjalli ákvæðið um „sams- konar skerðingu athafnafrelsis sem 225. gr. [fjalli um], en brotið [sé] framið hér með misbeitingu opinbers starfs“.31 Ákvæðið hefur að geyma sérhæfða lýsingu á broti opinbers starfsmanns sem annars myndi falla undir hið almenna ákvæði um ólögmæta nauðung, sbr. 225. gr. almennra hegningarlaga. Þó er gerð sú krafa að nauðungarverknaður hins opinbera starfsmanns feli í sér misnotkun á stöðu hans. Samkvæmt orðalagi 135. gr. hgl. virðist ákvæðið hafa að geyma lýsingu á refsiverðri þátttöku opinbers yfirmanns í lögbroti undirmanns. í lögskýringar- gögnum kemur fram að brot þetta sé fullframið þegar hinn opinberi starfsmaður hefur „leitast við“ að fá undirmann sinn til þess að fremja afbrotið án tillits til þess hvort viðleitnin hafi borið árangur eða ekki. Er þetta í samræmi við orðalag ákvæðisins, þ.e. „eða leitast við að koma honum til að fremja slíkt brot“. Athygli er vakin á því að danskir fræðimenn hafa lagt til grundvallar við skýringu sam- svarandi 151. gr. dönsku hgl. að ekki sé skilyrði refsiábyrgðar að háttemi undir- manns sé afleiðing af einhvers konar skipun yfirmanns.32 2.5 Ákvæði 136. gr. hgl. 136. gr. Opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofangreindan hátt vitneskju, sem hann hafði fengið í stöðu sinni og leynt á að fara. 2.5.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar Ákvæði 136. gr. hgl. hefur að geyma almennt refsiákvæði um brot opinberra starfsmanna á þagnarskyldu. í lögskýringargögnum er áréttað að greinin taki til „allra opinberra starfsmanna“. Þá segir þar að háttsemi samkvæmt ákvæðinu sé tvennskonar: ,,a) að segja frá einhverju því, sem leynt á að fara, og b) að nota slíka vitneskju til að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, og þarf hann ekki að vera fjárhagslegs eðlis“.33 Við skýringu refsiákvæða XIV. kafla hgl. verður að hafa í huga að á einstaka hópa starfsmanna ríkisvaldsins eru lagðar margvíslegar skyldur með lögum. 31 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378. 32 Sjá hér Vagn Greve, Gorm Toftegaard Nielsen & Asb jorn Jensen: sama rit, bls. 96. 33 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378. 373
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.