Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 78

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 78
Ekki er fjallað nánar um 141. gr. hgl. í lögskýringargögnum að öðru leyti en því að tekið er fram að það sé samsvarandi 144. gr. hegningarlaganna 1869. Akvæðið er efnislega samhljóða 157. gr. dönsku hgl. Orðalag íslenska refsi- ákvæðisins bendir til þess að aðeins sé rétt að beita því í mjög grófum eða ítrekuðum tilvikum um vanrækslu eða hirðuleysi í starfi,41 sbr. H 1990 1313, sbr. þó hins vegar H 1981 485, þar senr höfundur telur að reitt hafi verið heldur hátt til höggs af hálfu ákæruvalds og dómstóla. I H 1981 485 var V, sem var yfirsímritari hjá ritsímanum, ákærður fyrir að hafa falsað símskeyti á „norsku- og sænskublendingi" til Dagblaðsins í Reykjavík þess efnis að Alþýðuflokkurinn hefði þegið frá sænskum og finnskum aðilum tiltekna fjárhæð í sænskum krónum í styrk og var S, ritari norrænnar samstarfsnefndar jafn- aðarmanna, borinn fyrir fjárhæðinni. Akærða var gefið að sök að hafa falsað undir skeytið tilbúið nafn O hjá Verdens Gang í Osló og sent það á milli fyrirtækja í rit- símastöðinni og fyrir að hafa látið hjá líða að eyðileggja skeytið, sem borið var síðan út og varð tilefni forsíðufréttar í Dagblaðinu. Var háttsemi hans talin varða við 141. gr. hgl. í ákæruskjali. Héraðsdómur sakfelldi V og lýsti háttemi hans sem stórfelldu hirðuleysi. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóminn með svofelldum forsendum: „Óhæfi- legt var af ákærða að nota tæknibúnað ritsímans til að senda skeyti það, er ákæra lýtur að, en hann samdi sjálfur texta þess með tilbúinni undirskrift. Gat honum ekki dulist, að með þessu háttalagi kom hann af stað atburðarrás, sem fól í sér hættu á, að skeytið yrði borið út til skráðs viðtakanda, svo sem raun varð á. Bar honum sjálf- um að gera virkar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir útburð skeytisins, og voru viðtöl hans við samstarfsmann sinn eigi einhlít í því efni. Þykir héraðsdómari rétti- lega hafa heimfært háttsemi ákærða til 141. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940“. í H 1990 1313 var G, flugumferðarstjóri, ákærður fyrir að hafa við flugumferðar- stjórn í aðflugsstjóm Keflavíkurflugvallar í Keflavfk ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við brottflug flugvélarinnar TF-FLI með 145 manns innanborðs frá Keflavíkur- flugvelli áleiðis til Glasgow þannig að mjög litlu munaði að flugvélin rækist á aðra flugvél með 258 manns innanborðs. I dómi Hæstaréttar sagði m.a. svo: „Með skír- skotun til raka héraðsdóms þykir sannað, að ákærði [G] hafi ekki gætt þess að halda nægilegum aðskilnaði milli flugvélanna í brottflugi þeirra frá flugvellinum, eftir að þær voru komnar í umsjón hans, og ekki gripið nægilega skjótt til takmarkana á hraða og klifri [TF-FLI]. Var með því raskað öryggi beggja flugvélanna. Flugstjórar þeirra höfðu fengið líkar brottflugsheimildir, ákærði [G] fékk sérstaka athugasemd frá [flugstjóra TF-FLI] um brottflugsheimild [flugvélarinnar], og honum var ljóst, að radarinn virkaði ekki fullkomlega. Ber því að meta honum hegðun hans til stór- fellds hirðuleysis í starfi. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um heimfærslu háttsemi hans til refsiákvæða, sem auk þess þykir varða við 141. gr. almennra hegningarlaga, en hann er opinber starfsmaður". 41 Verður hér að hafa í liuga þau stjómsýslulegu viðurlög sem geta verið samfara háttsemi sem þessari hjá opinberum starfsmanni. Aður er rakið að gæta verður ávallt að samspili refsiákvæða um opinbera starfsmenn og þeirra almennu lagareglna sem gilda um starf viðkomandi, sjá kafla 2.1. 382
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.