Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 79
3. SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR
I þessari ritgerð hafa verknaðarlýsingar XIV. kafla almennra hegningarlaga
nr. 19/1940 verið teknar til efnislegrar umfjöllunar í nokkurs konar skýringar-
formi, m.a. nreð ábendingar úr skýrslu nefndar forsætisráðherra um starfs-
skilyrði stjómvalda í huga. Leitast hefur verið við að beita hefðbundnum lög-
skýringaraðferðum í því skyni að draga ályktanir um inntak refsiákvæðanna og
eðli máls samkvæmt horft til dómaframkvæmdar þegar henni er til að dreifa. Þá
hefur að auki verið leitað fanga í dönskum rétti.
Akvæði XIV. kafla hgl. hafa að meginstefnu til staðist tímans tönn. Höfundur
hefur þó á öðrum vettvangi, eins og áður segir, fært rök að því að það kunni að
vera þörf á að gera breytingar á verknaðarlýsingum kaflans að því er varðar
þann gerendahóp sem þar á að falla undir og sett fram ákveðnar tillögur í því
efni.42 Framangreind athugun á öðrum verknaðarþáttum í ákvæðum XIV. kafla
hgl. bendir einnig til þess að mati höfundar að það kunni jafnframt að vera þörf
á frekari breytingum á ákvæðum kaflans. Helstu niðurstöður í því sambandi eru
eftirfarandi:
1. Það kann að vera þörf á því að huga að breytingum á þagnarskylduákvæði
136. gr. hgl. meðal annars í því skyni að afmarka með skýrari hætti þá
verknaðarþætti sem eiga að falla undir ákvæðið, t.d. með lýsingu á því hvað
teljast trúnaðarupplýsingar. Er þá rétt að horfa til þeirra breytinga sem
gerðar voru á samsvarandi ákvæðum dönsku hgl. sem gildi tóku 1. janúar
1987 samfara gildistöku nýrra stjórnsýslulaga þar í landi. Það er skoðun
höfundar að væri ráðist í slrkar breytingar ætti slík ráðagerð að vera liður í
heildstæðri athugun á þagnarskylduákvæðum íslenskra laga.
2. Rétt væri að taka afstöðu til þess hvort ekki ætti að huga að efnislegum
breytingum á tilgreindum ákvæðum XIV. kafla hgl. í tilefni af eftirfarandi:
(1) Vafa um hvort 129. gr. hgl. taki einnig til þjónustugjalda.
(2) Oskýrleika hugtaksins velferðarmissir í 2. mgr. 130. gr. hgl.
(3) Vafa um hvort 133. gr. hgl. taki til gæsluvarðhaldsfanga og annarra sak-
bominga sem sviptir hafa verið frelsi sínu, t.d. með vistun í fangageymslu.
(4) Vafa um hvort 137. gr. hgl. nái til þeirra sem fengið hafa leyfi til póstdreif-
ingar eða til að annast fjarskiptastarfsemi á grundvelli opinbers leyfis.
3. Ekki er eins og áður segir þörf á heildstæðum breytingum á refsiákvæðum
XIV. kafla hgl. Þó hefur hér að framan verið bent á að orðalag í ýmsum
refsiákvæðum XIV. kafla hgl. þyrfti breytinga við til að færa þau til nútíma-
horfs.
42 Sjá hér grein höfundar: „Lagareglur um refsiábyrgð opinberra starfsmanna . Úlfljótur. 4. tbl. 52.
árg. (2000), bls. 511-529.
383