Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 85

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 85
5. LÖGGJÖF UM STÖRF HJÁ HINU OPINBERA í 6. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hér eftir starfsmannalög), er að finna aðallagaboðið á þessu sviði. I 5. tl. er að finna það ákvæði sem mesta þýðingu hefur í því samhengi sem hér er til skoðunar. Ákvæðið er svohljóðandi: Almenn skilyrði til þess að fá skipun eða ráðningu í starf eru þessi: 1. Átján ára aldur. Þó má víkja frá þessu aldurslágmarki um störf samkvæmt náms- samningi, ræstingastörf, sendilsstörf eða önnur svipuð störf. Einstök ákvæði í lögum, þar sem annað aldurstakmark er sett, skulu haldast. 2. Lögræði. Þó gildir lögræðiskrafan ekki þegar undanþága er gerð skv. 1. tölul. 3. Nauðsynleg heilbrigði, andleg og líkamleg, til þess að gegna þeim starfa sem hverju sinni er um að ræða. 4. íslenskur ríkisborgararéttur. Þó má ráða ríkisborgara frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til starfa með sömu kjörum og íslenska rrkisborgara. Einnig má víkja frá þessu ákvæði þegar um er að ræða aðra erlenda ríkisborgara ef sér- staklega stendur á. 5. Almenn menntun og þar að auki sú sérmenntun sem lögum samkvæmt er krafist eða eðli málsins samkvæmt verður að heimta til óaðfinnanlegrar rækslu starfans. (Leturbr. höf.) 6. Fjárforræði, ef starfi fylgja fjárreiður, svo sem gjaldkera- eða innheimtustörf, eða ef svo er fyrir mælt í lögum eða sérstök ástæða þykir til að gera þá kröfu. Nú hefur umsækjandi um starf hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga, og telst hann þá ekki fullnægja starfs- skilyrðum. Konur og karlar hafa jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sambæri- leg störf. Af lagaákvæði þessu má sjá að af þeim eiginleikum sem hér eru sérstaklega til skoðunar, þ.e. menntun, reynsla og persónuleiki, er eingöngu minnst á mennt- unina. Hins vegar kemur fram í 7. tl. 4. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, sem settar eru með stoð í 7. gr. starfsmannalaga sem kveður á um skyldu til að auglýsa opinber störf, að í auglýsingum um laust starf skuli koma fram [h]vaða menntunar- ogleða hœfniskröfur gerðar eru til staifs- manns. Er þama væntanlega komin tilvísun í að starfsmaður skuli hafa ein- hverja tiltekna reynslu og jafnvel einhverja sérstaka persónueiginleika! Framangreind ákvæði gefa að öðm leyti í raun ekki mikla leiðbeiningu um hvað skuli ráða þegar verið er að velja á milli nokkurra umsækjenda. Eingöngu er minnst á almenn hæftsskilyrði þannig að fullnægi margir umsækjendur al- mennum hæfisskilyrðum þá þarf að leita annað til að finna hvað skuli ráða því hver fái starfið. í 4. gr. reglna nr. 464/1996 segir að í auglýsingu um laust starf skuli að minnsta kosti vera upplýsingar um þar til greind atriði. Af því virðist mega ráða að gera megi frekari kröfur til umsækjenda og þá væntanlega einnig 389
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.