Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 87

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 87
tillit til persónulegra eiginleika. Vel getur verið að hinir eiginleikarnir hafi ráðið það miklu að ekki hafi þurft að horfa til persónulegra eiginleika, sbr. tilvitn- unina hér að framan. Hins vegar er rétt að hafa í huga að kærandi var metin jafn hæf og annar hinna tveggja umsækjendanna hvað varðaði menntunina en það var látið ráða úrslitum að sá umsækjandi var talinn hafa heldur meiri reynslu, þótt kærandi virðist einnig hafa haft nægjanlega reynslu. Þá vaknar sú spurning hvort ekki hefði einnig verið rétt að leggja mat á persónulega eiginleika um- ræddra tveggja umsækjenda til að geta betur séð heildarmyndina? Þar sem ekki voru bornar á það brigður að kærandi hefði nægjanlega reynslu til að fá stöð- una, þá virðist út frá þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið í köflum 2 og 3, sem kærunefndin hafi í raun ekki leyst úr álitaefninu út frá öllum þáttum máls- ins. Þessi niðurstaða kærunefndar, fengin með framangreindum hætti, rennir því stoðum undir að hægt sé að svara því neitandi að persónuleiki skipti einhverju máli við ráðningar í störf hjá hinu opinbera. Það læðist einnig að höfundi sá grunur að hefði kærandi verið talin jafn hæf og annar hinna tveggja umsækj- endanna, hvað varðar menntun og reynslu, þá hefði niðurstaða kærunefndar orðið á þann veg að telja rétt hafa verið brotinn á kæranda, út frá jafnréttis- lögum, - án þess að leggja mat á persónulega eiginleika umsækjenda. I áliti kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2000 reyndi á hvort lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 28/1991, hefðu verið brotin við ráðningu í starf tjármálastjóra Húnavallaskóla þann 30. maí 2000. í niðurstöðu nefndarinnar sagði m.a.: Við ráðningu í starf gildir sú meginregla að ráða skuli þann umsækjanda sem hæfastur er. Eins og áður hefur verið rakið, hefur kærandi háskólamenntun á sviði fyrirtækjarekstrar, auk þess sem hún hefur reynslu af bókhaldsstörfum sem í auglýs- ingu þótti nauðsynlegt hæfisskilyrði. Þegar valinn er umsækjandi sem hefur minni menntun og fullnægir ekki áskildum kröfum um starfsreynslu verða aðrir sérstakir hæfileikar, í þessu máli reynsla af sveitarstjórnarmálum, að vera þess eðlis og svo nauðsynlegir að þeir réttlæti að vikið sé frá almennum hæfisskilyrðum. í slíkum til- vikum verður að telja að á atvinnurekanda hvfli enn rflcari skylda en ella að sýna fram á aðra sérstaka hæfileika og nauðsyn þeirra fyrir starfið. Með vísan til þess sem að framan er rakið þykir kærði ekki hafa sýnt fram á að svo hafi verið. Verður því að telja óyggjandi að kærandi hafi a.m.k. verið jafnhæf eða hæfari en sá er ráðinn var í starfið. í þessu máli kemst nefndin að því að aðrir þættir eða eiginleikar en menntun og reynsla geti ráðið úrslitum um hver af nokkrum umsækjendum teljist hæfastur. Nefndin leggur hins vegar ríkar skyldur á atvinnurekanda að sýna fram á þætti eða eiginleika sem réttlæti ráðningu þess sem aftar stendur hvað varðar menntun og reynslu. I ofangreindu máli taldi nefndin að kærða hefði ekki tekist slíkt. Höfundur þessarar greinar fagnar vangaveltum kærunefndarinnar um að aðrir eiginleikar en menntun og reynsla geti komið til álita þegar metið er hver 391
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.