Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 91

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 91
Höfundur þessarar greinar er þeirrar skoðunar að í framangreindu áliti umboðsmanns Alþingis komi fram með ótvíræðum hætti að við veitingu opin- berra starfa megi veitingarvaldshafi byggja á persónueiginleikum og „verð- leggja“ þá hærra en aðra eiginleika, s.s. menntun og reynslu, svo framarlega sem lög áskilja ekki annað og málefnalegra sjónarmiða sé gætt. Þessari niður- stöðu til stuðnings má enn fremur benda á álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3245/2001, sem lokið var 5. febrúar 2002, en þar segir m.a: Þá legg ég áherslu á að það verður ekki talið hlutverk umboðsmanns Alþingis að hagga mati handhafa veitingarvalds á því hversu heppilegt það sé að leggja tiltekin málefnaleg sjónarmið til grundvallar veitingu á opinberu starfi. [...] Með hliðsjón af eðli þessa mats, sem verður ávallt að ákveðnu marki háð óvissu sem ekki verður undan vikist, tel ég rétt að játa stjómvöldum almennt rúmt svigrúm við það mat og tekur endurskoðun umboðsmanns á þessu atriði mið af því. 8. DÓMAR 8.1 Héraðsdómur Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E-3419/2001, Kolbrún Sævarsdóttir gegn íslenska ríkinu, er um margt forvitnilegur í tengslum við það álitaefni sem hér er til skoðunar. Mál þetta reis af því að í febrúar 1999 auglýsti utanrfkisráðherra laust til umsóknar embætti sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli til 5 ára frá og með 1. apríl það ár. í auglýsingunni kom fram unt hæfnis- skilyrði að umsækjendur skyldu vera lögfræðingar og hafa fullkomið vald á ensku auk kunnáttu í Norðurlandamálum. Því til viðbótar var greint frá því í auglýsingunni að sýslumaðurinn hefði margs konar samskipti við yfirstjóm vamarliðsins og kæmi fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart lögregluyfir- völdum þess. Stefnandi í málinu, K, hafði áður kært ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sent komst að eftirfarandi niðurstöðu: Með vísan til þeirra lögmæltu hæfisskilyrða og þeirra þátta annarra sem kærði lagði til grundvallar skipun í stöðuna, er það álit Kærunefndar jafnréttismála að kærandi teljist að minnsta kosti jafnhæf Jóhanni R. Benediktssyni til að gegna stöðu sýslu- manns á Keflavrkurflugvelli. Með vísan til framangreinds er það álit Kærunefndar að utanríkisráðherra hafi við skipun í embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli brotið gegn ákvæðum 2. tl. 1. mgr. 6. gr. jafnréttislaga, sbr. 1. gr., 3. gr. og 5. gr. sömu laga. í málatilbúnaði stefnanda kom fram að með vísan til jafnréttislaga hefði hún átt að fá starfið ef hún væri að minnsta kosti jafnt að því komin að því er varðaði menntun og annað sem máli skipti. Rökstuðningur stefnanda í máli þessu var byggður að öðru leyti eingöngu á samanburði við þann sem starfið fékk á grundvelli menntunar og reynslu og taldi stefnandi sig a.m.k. standa honum jafnfætis hvað þá þætti varðaði og hefði þess vegna átt að fá skipun í hið auglýsta starf. 395
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.