Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 92
í málatilbúnaði stefnda kom m.a. fram í málavaxtalýsingu að við val á
nýjum sýslumanni á Keflavrkurflugvelli hafi hann talið sérstaklega mikilvægt
að hafa í huga hvemig menntun, reynsla og aðrir eiginleikar umsækjenda ættu
við þau verkefni sem myndu einkenna embættið næstu árin. Með því að lýsa
meginverkefnum sýslumannsins hafi hugsunin verið sú að fá fram nauðsyn-
legar upplýsingar frá umsækjendum um menntun og reynslu þeirra sem sneru
að þeim áhersluþáttum í starfi sem lýst var í auglýsingunni. Þetta hafi verið gert
í ljósi þess að verkefni sýslumannsins séu að flestu leyti frábrugðin þeim
verkefnum sem sýslumenn sinna almennt hér á landi. I málatilbúnaði stefnda
kom að auki fram að með því að krefjast ekki sérfræðiþekkingar væri verið að
freista þess að laða fram umsækjendur með reynslu og þekkingu á þeim sviðum
sem tiltekin voru.
í dómi héraðsdóms kom m.a. fram að meginreglur laganna um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla hafi verið skýrðar svo „að konu skuli veita starf, ef
hún er að minnsta kosti jafnt að komin, að því er varðar menntun og annað, sem
máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur“.
Dómarinn komst síðan að þeirri niðurstöðu að stefnandi í málinu hefði verið
hæfari, en sá sem starfið fékk, með því að bera saman menntun og reynslu þeirra.
í máli þessu er athyglivert að stefnandi, stefndi og dómarinn ýja öll að því
að aðrir eiginleikar en menntun og reynsla geti skipt máli við mat á því hver átti
að fá stöðuna, sbr. eftirfarandi ummæli hjá stefnanda: „er varðar menntun og
annað sem máli skiptir“, hjá stefnda: „hvemig menntun, reynsla og aðrir eigin-
leikar umsœkjenda“ og hjá dómara: „að því er varðar menntun og annað, sem
máli skiptir“. Ef hins vegar mið er tekið af rökstuðningi hjá stefnanda, stefnda
og dómara, sem allur snerist um samanburð á menntun og reynslu, virðist þó
nokkuð ljóst að aðilar vom ekki að vísa til sérstakra persónueiginleika. Þá er
líka rétt að nefna að setningarhlutinn „er varðar menntun og annað sem máli
skiptir“ er tekinn beint upp úr jafnréttislögunum. Miðað við úrvinnslu í rök-
stuðningi þá virðast aðilar ekki hafa gert sér ljóst að aðrir þættir en menntun og
reynslu gætu átt þar undir.
í máli þessu verður að hafa í huga að í auglýsingu um hið lausa starf var ekki
með berum orðum gerð krafa um einhverja sérstaka persónueiginleika. I
auglýsingunni kemur þó fram að sýslumaðurinn hefði margs konar samskipti
við yfirstjóm vamarliðsins og kæmi fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart
lögregluyfirvöldum þess. Með þessum orðum má með sterkum rökum halda
fram að verið sé að sækjast eftir einhverjum sérstökum persónueiginleikum, t.d.
hæfni í mannlegum samskiptum. A þessa málsástæðu reyndi hins vegar í raun
alls ekki. Stefndi hélt því reyndar fram í málavaxtalýsingu sinni að aðrir eigin-
leikar en menntun og reynsla skiptu máli við mat á umsækjendum en í rök-
stuðningi fór hann hins vegar ekkert frekar inn á þessa braut, þannig að dóm-
arinn tók aldrei neina sérstaka afstöðu til þessa álitaefnis. Það skal tekið fram
að með þessum bollaleggingum höfundar er engin afstaða tekin til þess hvort
umfjöllun um persónueiginleika hefði breytt niðurstöðu héraðsdóms.
396