Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 92

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 92
í málatilbúnaði stefnda kom m.a. fram í málavaxtalýsingu að við val á nýjum sýslumanni á Keflavrkurflugvelli hafi hann talið sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvemig menntun, reynsla og aðrir eiginleikar umsækjenda ættu við þau verkefni sem myndu einkenna embættið næstu árin. Með því að lýsa meginverkefnum sýslumannsins hafi hugsunin verið sú að fá fram nauðsyn- legar upplýsingar frá umsækjendum um menntun og reynslu þeirra sem sneru að þeim áhersluþáttum í starfi sem lýst var í auglýsingunni. Þetta hafi verið gert í ljósi þess að verkefni sýslumannsins séu að flestu leyti frábrugðin þeim verkefnum sem sýslumenn sinna almennt hér á landi. I málatilbúnaði stefnda kom að auki fram að með því að krefjast ekki sérfræðiþekkingar væri verið að freista þess að laða fram umsækjendur með reynslu og þekkingu á þeim sviðum sem tiltekin voru. í dómi héraðsdóms kom m.a. fram að meginreglur laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hafi verið skýrðar svo „að konu skuli veita starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að komin, að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur“. Dómarinn komst síðan að þeirri niðurstöðu að stefnandi í málinu hefði verið hæfari, en sá sem starfið fékk, með því að bera saman menntun og reynslu þeirra. í máli þessu er athyglivert að stefnandi, stefndi og dómarinn ýja öll að því að aðrir eiginleikar en menntun og reynsla geti skipt máli við mat á því hver átti að fá stöðuna, sbr. eftirfarandi ummæli hjá stefnanda: „er varðar menntun og annað sem máli skiptir“, hjá stefnda: „hvemig menntun, reynsla og aðrir eigin- leikar umsœkjenda“ og hjá dómara: „að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir“. Ef hins vegar mið er tekið af rökstuðningi hjá stefnanda, stefnda og dómara, sem allur snerist um samanburð á menntun og reynslu, virðist þó nokkuð ljóst að aðilar vom ekki að vísa til sérstakra persónueiginleika. Þá er líka rétt að nefna að setningarhlutinn „er varðar menntun og annað sem máli skiptir“ er tekinn beint upp úr jafnréttislögunum. Miðað við úrvinnslu í rök- stuðningi þá virðast aðilar ekki hafa gert sér ljóst að aðrir þættir en menntun og reynslu gætu átt þar undir. í máli þessu verður að hafa í huga að í auglýsingu um hið lausa starf var ekki með berum orðum gerð krafa um einhverja sérstaka persónueiginleika. I auglýsingunni kemur þó fram að sýslumaðurinn hefði margs konar samskipti við yfirstjóm vamarliðsins og kæmi fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart lögregluyfirvöldum þess. Með þessum orðum má með sterkum rökum halda fram að verið sé að sækjast eftir einhverjum sérstökum persónueiginleikum, t.d. hæfni í mannlegum samskiptum. A þessa málsástæðu reyndi hins vegar í raun alls ekki. Stefndi hélt því reyndar fram í málavaxtalýsingu sinni að aðrir eigin- leikar en menntun og reynsla skiptu máli við mat á umsækjendum en í rök- stuðningi fór hann hins vegar ekkert frekar inn á þessa braut, þannig að dóm- arinn tók aldrei neina sérstaka afstöðu til þessa álitaefnis. Það skal tekið fram að með þessum bollaleggingum höfundar er engin afstaða tekin til þess hvort umfjöllun um persónueiginleika hefði breytt niðurstöðu héraðsdóms. 396
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.