Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 93

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 93
8.2 Hæstaréttardómar í dómi Hæstaréttar frá 2. desember 1993, H 1993 2230, voru málavextir þeir að staða lektors í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla íslands var auglýst laus til umsóknar. Fram kemur í dóminum að karlmaður hafi verið settur í stöðuna og að þá hafi einn kvenumsækjandinn, H, kært málið til Jafn- réttisráðs. Jafnréttisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að setja hefði átt H í stöðuna þar sem hún hefði verið a.m.k. jafn hæf miðað við menntun og reynslu. Héraðsdómarinn í málinu dæmdi H í vil m.a. með þeim rökstuðningi að hún hefði verið hæfari með tilliti til þeirra sjónarmiða sem sett voru fram í þágild- andi jafnréttislögum nr. 65/1985 að því er varðar menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika sem taka skyldi tillit til. f héraðsdóminum var eingöngu um að ræða samanburð á menntun og starfsreynslu en í engu getið um samanburð á persónulegum eiginleikum. Meirihluti Hæstaréttar í málinu staðfesti niður- stöðu héraðsdómarans m.a. með þeim rökstuðningi að skýra yrði ákvæði jafn- réttislaga á þann hátt að „konu skuli veita starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin, að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir, og karl- maður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur“. Einn dómari Hæsta- réttar skilaði séráliti og taldi að þar sem ekki lægju fyrir upplýsingar um hvemig kynjaskiptingu væri háttað innan heimspekideildar yrði að leysa úr öðrum máls- ástæðum einnig. Sagði hann m.a.: „Þá er það grundvallarregla í stjómsýslurétti, að velja beri þann, sem hæfastur verður metinn að málefnalegum sjónarmiðum, sæki fleiri hæfir einstaklingar um opinbera stöðu“. Dómarinn komst síðan að sömu niðurstöðu og meirihluti réttarins þar sem veitingarvaldshafanum hefði ekki tekist að sýna fram á málefnalegar ástæður, sem réttlættu að vikið væri frá lagareglum um að stöðu skyldi veita hæfasta umsækjandanum. Það er sérstaklega tvennt sem er athyglivert við þennan dóm. í fyrsta lagi er það umfjöllun í minnihlutaatkvæði hæstaréttardómsins um þá grundvallarreglu stjómsýsluréttarins að velja skuli þann sem hæfastur verði metinn að málefna- legum sjónarmiðum. Sú niðurstaða er í sjálfu sér kannski ekki merkileg nema að því leyti að þar kemur fram vísbending um að önnur sjónarmið en menntun og reynsla geti ráðið úrslitum svo framarlega sem þau eru málefnaleg. I öðru lagi er það athyglivert að í máli þessu reyndi eingöngu á samanburð hvað varðar menntun og reynslu en ekki var vikið að persónulegum eiginleikum. í dómi Hæstaréttar frá 31. janúar 2002, í málinu nr. 314/2001, kemur fram með mjög skýrum hætti að persónuleiki geti skipt máli við ráðningar hjá hinu opinbera. Dómur þessi snýst reyndar um ráðningu í starf hjá tiltekinni sveitar- stjóm, en ekki ríkinu, en sömu sjónarmið eiga um margt við hjá þessum aðilum. í þessu tiltekna máli reyndi á ráðningu í stöðu aðstoðarskólastjóra grunnskóla S. Fram kom í málinu að skólastjóra viðkomandi skóla hefði verið falið að kanna hæfni umsækjenda um stöðuna. í umsögn hans kom m.a. fram að: ,,[h]ann taldi alla umsækjendur uppfylla skilyrði um menntun og starfsreynslu, en það sem réði úrslitum um tillögu hans um ráðningu í stöðuna væri mat á starfshæfni umsækjenda, það er hæfni í persónulegum samskiptum og stjómun, sem væru veigamiklir þættir í starfi aðstoðarskólastjóra“. í dóminum sagði m.a.: 397
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.