Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 100
gat um sérfræðingafund 24. október um Haag-samninginn sem fulltrúi EAJ tók
þátt í og annan slíkan fund um gagnkvæma viðurkenningu Evrópusambands-
landa á refsidómum í sakamálum sem haldinn var 3. desember í Briissel. Einnig
gat hann um fyrirhugaðan fund um baráttuna gegn peningaþvætti 4. og 5. aprfl
sem fulltrúi af hálfu EAJ myndi taka þátt í. Að þessu loknu fór hann yfir
sambandið við Evrópuráðið (Council of Europe) og Consultative Council of
European Judges (CCJE) en samþykkt hefur verið að EAJ fái að hafa áheyrnar-
fulltrúa á fundum ráðsins. Til umræðu kom mál konu í Nígeríu sem hafði verið
dæmd til dauða fyrir hórdóm. Hafði formanni Alþjóðasamtaka dómara (IAJ),
Tarek Bennour frá Túnis, borist erindi um afskipti samtakanna af málinu en
hann ákvað að gera ekkert í því þar sem málið varðaði einstakling og ekki virtist
sem svo að sjálfstæði dómsvaldsins væri í húfi. Fulltrúi Króatíu á fundinum vék
að baráttunni þar í landi milli dóms- og framkvæmdavalds og þá sérstaklega við
dómsmálaráðherra landsins. Þakkaði hann heimsókn tveggja fulltrúa EAJ til
Króatíu í mars sem héldu fund með blaða- og sjónvarpsmönnum. Þá var stutt-
lega vikið að svipuðum vandamálum í Tékklandi og Moldavíu.
Israelski fulltrúinn upplýsti þingið um dreifingu lögmannafélagsins þar í
landi á spurningalista varðandi mat lögmanna á frammistöðu dómara. Voru
svörin send nafnlaust. Þetta framtak lögmannafélagsins hafði leitt til nokkurs
konar hæfnismats á dómurum sem hafði verið kynnt fjölmiðlamönnum. Höfðu
nokkrir dómarar verið kynntir sem verstu dómaramir í ísrael. Eftir mikla
umræðu um málið ákvað þingið að setja á fót vinnuhóp sem gerði drög að áliti
sem var í framhaldinu samþykkt samhljóða af þinginu. Kemur þar nr.a. fram að
dómsvaldið hafi ávallt verið meðvitað um að hegðun og frammistaða dómara
veki áhuga almennings og að allir hafi rétt til þess að hafa skoðun á því.
Dómarar vinni fyrir opnum tjöldum og í þágu almennings og sé það skylda
þeirra að meðhöndla mál af sanngimi og jafnframt að vera skilvirkir. Þó beri að
harma framtak eins og að ofan greinir sem miði að því að opinbera einstaka
dómara og raða þeim í flokka eftir því hvort þeir teljist góðir, slæmir eða verstu
dómaramir. Ættu lögmenn að forðast að draga úr tiltrú almennings á dóms-
kerfinu. Hins vegar fagnaði EAJ allri málefnalegri gagnrýni.
Ráðgert var að halda ársþing Alþjóðasamtaka dómara (International Associ-
ation of Judges) í Abidjan á Fílabeinsströndinni 26. til 31. október. Þinginu var
hins vegar aflýst í byrjun október vegna stríðsástands í landinu.
Formaður sótti aðalfund danska dómarafélagsins sem haldinn var í Kolding
3. og 4. október. Eftir venjuleg aðalfundarstörf héldu þrír dómarar erindi um
þátttöku sína í dómstörfum á erlendum vettvangi þ.á m. í Kosovo. Að loknu
matarhléi var mönnum skipt niður í þrjá vinnuhópa; í þeim fyrsta var fjallað um
„T-efterforskning“; í öðrum hópnum var viðfangsefnið „Sagsomkostninger“ og
í þeim þriðja var rætt um „Retsmægling/mediation“. Formaður DÍ fylgdist með
störfum þriðja hópsins. Fram kom að verið er að leggja síðustu hönd á tillögur
um sáttadómara hjá dómsmálaráðuneytinu og Dómstólaráði. Á að prófa kerfið
í bæjarþingunum í Kaupmannahöfn, Árósum og Álaborg svo og í Vestre
404