Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 3
Tímarit
löqfræðinqa
3. hefti • 53. árgangur
nóvember 2003
ÖRYRKJADÓMARNIR
Segja má að borið sé í bakkafullan lækinn með því að fjalla um öryrkjadóm-
ana svokölluðu, þótt í litlu verði, en það hafa margir gert hingað til og eiga ef-
laust fleiri eftir að gera. Sakar því ef til vill ekki þótt einn bætist í hópinn.
Hinn fyrri dómur Hæstaréttar, sem var í máli Öryrkjabandalags Islands gegn
Tryggingastofnun rrkisins, var kveðinn upp 19. desember 2000. í málinu krafist
öryrkjabandalagið viðurkenningar á því að Tryggingastofnun ríkisins:
hafi frá 1. janúar 1994 verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í
hjúskap skv. 17. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 með því samkvæmt 4.
gr. reglugerðar nr. 485/1995 að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til
tekna lífeyrisþegans í því tilviki er maki lífeyrisþegans er ekki lífeyrisþegi. Ennfrem-
ur að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi frá 1. janúar 1999 verið óheimilt að
skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap skv. 5. mgr. 17. gr. laga nr.
117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998 um breytingu á þeim lögum.
Það var samhljóða niðurstaða í héraði og Hæstarétti að skerðing tekjutrygg-
ingarinnar með reglugerðarákvæðinu hefði verið óheimil þar sem ákvæðið
skorti stoð í lögum. I héraði töldu tveir dómarar af þremur að skerðingin sem
gerð var með lögum hefði verið heimil en einn ekki.
Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, komst að þeirri niðurstöðu að
lagaskerðingin hefði verið óheimil og er niðurlag rökstuðnings hans fyrir þeirri
niðurstöðu svohljóðandi:
Svo sem áður greinir verður að telja að í 1. mgr. 76. gr. stjómarskrárinnar felist
ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstakling. Þrátt fyrir svigrúm al-
menna löggjafans til mats á því, hvernig þessi lágmarksréttindi skuli ákvörðuð, geta
213