Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 5
kvæmt reglugerðarákvæði en ekki með lögum. Á tímabilinu frá 1. janúar 1999
til 31. janúar 2001 var kveðið á um ákveðna skerðingu en mun minni en áður
hafði verið gert með lögum nr. 149/1998. Við lagasetninguna var byggt á niður-
stöðum fimm manna starfshóps sem ríkisstjórnin hafði skipað til að vinna að
undirbúningi frumvarps til laganna. Á því var byggt að í dómi Hæstaréttar frá
19. desember 2000 hefði verið kveðið á um það að skerðing tekjutryggingar
væri heimil að vissu lágmarki og því hefði skerðingarákvæðinu í 5. mgr. 17. gr
almannatryggingalaga aðeins verið vikið til hliðar með dóminum að því lág-
marki. Að öðru leyti hefði þessu ákvæði laganna ekki verið haggað. Væri tekju-
trygging, þótt skert væri, ofan þessa lágmarks mætti því áfram byggja skerð-
ingu á lagagreininni. Var skerðingarákvæði hinna nýju laga, bæði fyrir árin
1999 og 2000 og eins til frambúðar, á þessu byggt.
Á þeim tíma að lögin voru sett var hægt að skerða tekjutryggingu örorku-
lífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka þannig að lífeyrir hans allur varð ekki
hærri en kr. 19.990. Samkvæmt nýju lögunum gat grunnlífeyrir og tekjutrygg-
ing aldrei numið lægri fjárhæð en kr. 44.990 (uppl. Tryggingastofnunar ríkis-
ins). Þannig var lágmarki tekjutryggingar og grunnlífeyris lyft um kr. 25.000 og
þar með talið að um ívilnandi lagasetningu væri að ræða en ekki íþyngjandi. Því
væri heimilt að láta lagasetninguna ná aftur fyrir gildistökudag laganna. Oskert
tekjutrygging örorkulífeyrisþega nam kr. 35.334 á mánuði á þessum tíma.
Hinn 10. desember 2001 höfðaði einn örorkulífeyrisþegi mál gegn Trygg-
ingastofnun ríkisins til innheimtu vangoldins lífeyris á árunum 1994-1996 og
árin 1999 og 2000. Hann hafði fengið fullan lífeyri greiddan árin 1997 og 1998.
Tryggingastofnunin var sýknuð af öllum kröfum stefnanda í héraði.
Ein af helstu málsástæðum málshefjanda var sú að í dómi Hæstaréttar frá 19.
desember 2000 hefði verið kveðið á um að öll skerðing tekjutryggingar væri
óheimil samkvæmt stjómarskránni en um þetta hafði verið deilt að dóminum
gengnum eins og fyrr segir. I dómi sínum 16. október sl. hafnaði Hæstiréttur
þessari málsástæðu og varð þar með endanlega Ijóst hver niðurstaðan var um
þetta atriði í fyrri dóminum. Um það segir í síðari dómi Hæstaréttar eftirfarandi:
Þótt dómsorð hafi verið samhljóða kröfugerð Öryrkjabandalags íslands í málinu [þ.e.
í fyrra málinu, nr. 125/2000] ber að túlka það í ljósi forsendna dómsins sjálfs. Ekkert
í þeim veitir tilefni til þeirrar ályktunar, að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur
maka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til skerðingar, en því valdi eru þó settar þær
skorður sem að framan er lýst.
Verður ekki annað sagt en það hafi verið harla eðlilegt að rétturinn tæki sér-
staklega afstöðu til þessarar málsástæðu í síðari dómi sínum eins og málið hafði
verið lagt fyrir dómstóla. Með þessu var því endanlega útkljáð deilan um skerð-
inguna sem reis í kjölfar fyrri dómsins.
Hæstiréttur taldi, eins og héraðsdómur hafði gert, að kröfur um greiðslu
tekjutryggingar frá því fyrir 1. janúar 1997 væru fyrndar. Má segja að sú
niðurstaða hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg þar sem æði margir dómar hafa
215