Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 6
gengið um svipaðar fjárkröfur og hér var um að ræða. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu árin 1999 og 2000 með lögum nr. 3/2001 sem var ekki eins fyrirsjáanlegt, og segir eftirfarandi um það í dóminum: Var því viðurkennt í dóminum, [þ.e. dóminum frá 19. desember 2000] að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt, sem gert var í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Þetta lagaákvæði var ekki talið standast stjómskipunarlög og þar með varð skerðingarreglu þess ekki beitt. Eftir uppsögu dómsins áttu örorkulífeyrisþegar þannig kröfu til að fá tekjutryggingu greidda eftir meginreglunni, sem fram kom í 4. mgr. 17. gr., án skerðingar vegna tekna maka allt fram til þess, er lög nr. 3/2001 tóku gildi. Þessi kröfuréttindi örorkulífeyrisþega njóta vemdar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verða ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Þótt ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka séu bótaþeg- um hagfelldari en eldri ákvæði fela þau engu að síður í sér lægri bætur en þeir áttu rétt á samkvæmt meginreglunni um óskertar bætur og geta í því ljósi ekki verið íviln- andi. Af öllu þessu leiðir, að b. lið ákvæðis I til bráðabirgða í lögum nr. 3/2001 verður ekki beitt um greiðslu tekjutryggingar þeirra örorkulífeyrisþega, sem 5. til 7. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998, áttu við á tímabilinu frá 1. janúar 1999 til 31. janúar 2001. Samkvæmt framansögðu á áfrýjandi rétt á greiðslu tekju- tryggingar á síðastnefndu tímabili án skerðingar vegna tekna maka. Það verður ekki annað sagt en tveir framangreindir dómar Hæstaréttar séu einhverjir þeir athyglisverðustu sem rétturinn hefur kveðið upp í síðari tíð. Það er óumdeilt að samkvæmt stjórnskipunarvenju hafa íslenskir dómstólar, líkt og danskir og norskir dómstólar, heimild til þess að dæma um það hvort lög stand- ast stjómarskrárákvæði eða ekki. Þeir hafa hins vegar ekki heimild til þess að fella lög úr gildi. Löggjafinn einn getur sett lög og fellt þau úr gildi. Hvað verð- ur þá um þau ákvæði laga sem dómstólar telja að brjóti í bága við stjómar- skrána? Um það er notað orðalagið að þeim ákvæðum sé vikið til hliðar, þau séu ógild, þeim verði ekki beitt, eins og sagt er í síðari dómi Hæstaréttar, eða eitthvert svipað orðalag. Hæstiréttur telur í síðari dómi sínum að með fyrri dóm- inum hefði hann vikið skerðingarákvæði 5. mgr. 117. gr. almannatryggingalaga svo rækilega til hliðar að því yrði ekki beitt. Löggjafinn taldi hins vegar að skerðingarákvæðinu hefði ekki verið vikið til hliðar nema að vissu lágmarki, en bætur samkvæmt lögum nr. 3/2001 væru ofan þess lágmarks og því ekki í and- stöðu við stjómarskrána. Það er deginum ljósara að um þessa niðurstöðu Hæsta- réttar er auðvelt að deila og verður eflaust gert. Hæstiréttur hefur hins vegar talað og niðurstöðu hans ber að virða. Að sjálf- sögðu er vonandi að sem sjaldnast komi til þess að lög brjóti í bága við stjóm- arskrá. Þess ber og að gæta að vafasamt er að mál beri aftur að með þeim hætti að þessi niðurstaða Hæstaréttar verði fordæmi þótt engan veginn sé það útilokað. Þetta lögfræðilega álitaefni er hvað sem öðru líður það áhugavert að ástæða er til að hvetja fræðimenn til að taka það til rannsóknar. 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.