Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 9
7.4 Missir réttar til riftunar og afhendingar á ný 7.4.1 Meginregla 7.4.2 Undantekningar skv. 1. mgr. 66. gr. kpl. og 1. mgr. 55. gr. neyt.kpl. 7.4.3 Undantekningar skv. 2. mgr. 66. gr. kpl. og 2. mgr. 55. gr. neyt.kpl. 7.4.4 Missir réttar til riftunar í fasteignakaupum 1. INNGANGUR 1.1 Réttarþróun - Efnisskipan Fjármunaréttur er það svið réttarins þar sem breytingar gerast að jafnaði hægt og eiga sér langan aðdraganda. Þannig má sem dæmi nefna samningalög nr. 7/1936, en stofn þeirra laga stendur enn að mestu óbreyttur, veðlög nr. 18/1887 sem leyst voru af hólmi með lögum nr. 75/1997 um samningsveð og lög nr. 39/1922 um lausafjárkaup sem giltu þar til lög nr. 50/2000 um sama efni tóku gildi hinn 1. júní 2001. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt því að æskilegt er að stöðugleiki ríki um þær réttarreglur sem leggja grundvöllinn að fjárhagsleg- um samskiptum manna. Þó gildir það um fjármunaréttinn eins og önnur réttar- svið að hann verður að hlýða kalli tímans og breytast og þróast í samræmi við nýjar og breyttar áherslur og samfélagsþarfir. Enda er það svo að íslenskur fjár- munaréttur, og þá ekki hvað síst reglur kauparéttarins, hafa tekið miklum breyt- ingum á allra síðustu árum, og er það í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað erlendis í þeim ríkjum sem búa við líka réttarskipan og Islendingar. Þessar breytingar eru margvíslegar, en þær lýsa sér þó fyrst og fremst í því að settum réttarreglum um einstakar samningstegundir á sviði fjármunaréttarins fer fjölg- andi, alþjóðlegra áhrifa gætir í vaxandi mæli og jafnframt eru hinar nýju reglur oft og tíðum fyllri og skýrari en áður var. Hinn 1. júní 2001 öðluðust gildi hér á landi, eins og áður segir, ný lög um lausafjárkaup, þ.e. lög nr. 50/2000 og leystu þau af hólmi lög nr. 39/1922 um sama efni. Aðdragandanum að setningu hinna nýju laga, fyrirmynd þeirra og helstu nýmælum er í lýst í tímaritsgrein í Ulfljóti, 1. tbl. 2001, en um gildissvið laganna er fjallað í grein í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 2002.1 Reglum nýju laganna um rétt kröfuhafa til efnda samkvæmt aðalefni samnings (efndir in natura) ásamt almennum reglum þar að lútandi er nánar lýst í grein í Tímariti lögfræðinga, 4. hefti 2000.2 Reglur nýju kaupalaganna um skaðabætur í lausa- fjárkaupum höfðu ýmsar breytingar í för með sér á reglum íslensks réttar um 1 Þorgeir Örlygsson: „Gildistaka nýrra laga um lausafjárkaup hinn 1. júní 2001“. Úlfljótur. 1. tbl. 54. árg. 2001, bls. 41-69; Þorgeir Örlygsson: „Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000“. Tímarit lög- fræðinga. 1. hefti 52. árg. 2002, bls. 15-37. Að því er hina síðamefndu grein varðar er rétt að taka fram að gildissvið kpl. nr. 50/2000 breyttist við gildistöku laga nr. 48/2003 um neytendakaup, og verður að hafa það í huga við lestur greinarinnar. 2 Þorgeir Örlygsson: „Efndir in natura". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 50. árg. 2000, bls. 285-366. 219
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.