Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 9
7.4 Missir réttar til riftunar og afhendingar á ný
7.4.1 Meginregla
7.4.2 Undantekningar skv. 1. mgr. 66. gr. kpl. og 1. mgr. 55. gr. neyt.kpl.
7.4.3 Undantekningar skv. 2. mgr. 66. gr. kpl. og 2. mgr. 55. gr. neyt.kpl.
7.4.4 Missir réttar til riftunar í fasteignakaupum
1. INNGANGUR
1.1 Réttarþróun - Efnisskipan
Fjármunaréttur er það svið réttarins þar sem breytingar gerast að jafnaði
hægt og eiga sér langan aðdraganda. Þannig má sem dæmi nefna samningalög
nr. 7/1936, en stofn þeirra laga stendur enn að mestu óbreyttur, veðlög nr.
18/1887 sem leyst voru af hólmi með lögum nr. 75/1997 um samningsveð og
lög nr. 39/1922 um lausafjárkaup sem giltu þar til lög nr. 50/2000 um sama efni
tóku gildi hinn 1. júní 2001. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt því að æskilegt er
að stöðugleiki ríki um þær réttarreglur sem leggja grundvöllinn að fjárhagsleg-
um samskiptum manna. Þó gildir það um fjármunaréttinn eins og önnur réttar-
svið að hann verður að hlýða kalli tímans og breytast og þróast í samræmi við
nýjar og breyttar áherslur og samfélagsþarfir. Enda er það svo að íslenskur fjár-
munaréttur, og þá ekki hvað síst reglur kauparéttarins, hafa tekið miklum breyt-
ingum á allra síðustu árum, og er það í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér
stað erlendis í þeim ríkjum sem búa við líka réttarskipan og Islendingar. Þessar
breytingar eru margvíslegar, en þær lýsa sér þó fyrst og fremst í því að settum
réttarreglum um einstakar samningstegundir á sviði fjármunaréttarins fer fjölg-
andi, alþjóðlegra áhrifa gætir í vaxandi mæli og jafnframt eru hinar nýju reglur
oft og tíðum fyllri og skýrari en áður var.
Hinn 1. júní 2001 öðluðust gildi hér á landi, eins og áður segir, ný lög um
lausafjárkaup, þ.e. lög nr. 50/2000 og leystu þau af hólmi lög nr. 39/1922 um
sama efni. Aðdragandanum að setningu hinna nýju laga, fyrirmynd þeirra og
helstu nýmælum er í lýst í tímaritsgrein í Ulfljóti, 1. tbl. 2001, en um gildissvið
laganna er fjallað í grein í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 2002.1 Reglum nýju
laganna um rétt kröfuhafa til efnda samkvæmt aðalefni samnings (efndir in
natura) ásamt almennum reglum þar að lútandi er nánar lýst í grein í Tímariti
lögfræðinga, 4. hefti 2000.2 Reglur nýju kaupalaganna um skaðabætur í lausa-
fjárkaupum höfðu ýmsar breytingar í för með sér á reglum íslensks réttar um
1 Þorgeir Örlygsson: „Gildistaka nýrra laga um lausafjárkaup hinn 1. júní 2001“. Úlfljótur. 1. tbl.
54. árg. 2001, bls. 41-69; Þorgeir Örlygsson: „Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000“. Tímarit lög-
fræðinga. 1. hefti 52. árg. 2002, bls. 15-37. Að því er hina síðamefndu grein varðar er rétt að taka
fram að gildissvið kpl. nr. 50/2000 breyttist við gildistöku laga nr. 48/2003 um neytendakaup, og
verður að hafa það í huga við lestur greinarinnar.
2 Þorgeir Örlygsson: „Efndir in natura". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 50. árg. 2000, bls. 285-366.
219