Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 16
samningsaðila að láta greiðslur ganga til baka, t.d. fyrir kaupanda með því að skila brl eða húsi sem hann hefur fest kaup á og fengið umráð yfir, gegn því að fá aftur frá gagnaðila greiðslu þá sem kaupandinn lét sjálfur af hendi. Uppgjör það sent fram fer í tilefni riftunar getur oft verið flókið, t.d. mat á hæfilegri leigu fyrir afnot, greiðslur fyrir endurbætur o.s.frv. Eins er hugsanlegt að greiðslu verði ekki skilað aftur, t.d. vegna þess að hún er farin forgörðum. Sjá þó H 1981 997 og H 1987 338. I fyrra málinu stóð það ekki í vegi riftunar af hálfu kaup- anda að bátur sá, sem kaup höfðu verið gerð um, fórst í róðri og varð því ekki skilað seljandanum. I síðara málinu var talið að það stæði ekki í vegi viðurkenn- ingardómi um riftun þótt kaupandi heildsölu hefði selt hluta af þeim vörum sem hann keypti af seljanda og þótt seljandinn hefði selt veðskuldabréf þau sem kaupandinn greiddi hluta kaupverðsins með. Þá þótti það ókostur riftunar, t.d. í samanburði við afslátt, að erfitt gat verið að leiða sönnur að því að gagnaðili hefði beitt svikum. Oft hefur komið fram ákveðin tregða hjá dómstólum við því að byggja niðurstöður, t.d. í gallamálum, á svikum, sbr. t.d. H 1963 388. Loks er þess að geta að það kann að vera matskennt atriði hvenær fullnægt er því skilyrði riftunar að vanefnd sé veruleg.12 Meginskilyrði riftunar er það að um verulega vanefnd gagnaðila sé að ræða. Er þetta í senn bæði nauðsynlegt og nægjanlegt skilyrði riftunar gagnkvæmra samninga, sbr. t.d. 25., 39. og 54. gr. kpl., 32., 42. og 51. gr. fast.kpl. og 23., 32. og 45. gr. neyt.kpl. I því felst m.a. að orsakasamband þarf að vera milli hinnar verulegu vanefndar skuldara og þeirrar skerðingar á hagsmunum kröfuhafa sem eru grundvöllur mats á riftunarheimild hans. Lagaákvæði um tilteknar samn- ingstegundir hafa stundum að geyma nánari reglur um það hvenær vanefnd telst veruleg og er þar með grundvöllur riftunar, sbr. t.d. áður tilvitnuð ákvæði kpl., fast.kpl. og neyt.kpl., 60. og 61. gr. húsaleigul. og 76. gr. sigll., svo að einhver dæmi séu nefnd. Sérlög um einstakar samningstegundir mæla stundum fyrir um ákveðna að- ferð sem kröfuhafi þarf að viðhafa til að tryggja sönnun um verulega vanefnd skuldara. Þannig segir t.d. í 30. gr. ábúðarl. að vanefni leiguliði verulega skyld- ur sínar samkvæmt ábúðarsamningi eða ábúðarl. sé landsdrottni heimilt að byggja leiguliða út, enda liggi fyrir skriflegt álit úttektarmanna og jarðanefndar sem staðfesti vanefndir leiguliða.13 Eins og fyrr segir felst riftun í því að sá aðili, sem vanefnd beinist gegn, lýsir því yfir við gagnaðila sinn að samningnum sé rift, og verður yfirlýsingin ótví- 12 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Afsláttur", bls. 160-161. 13 Um útburð leigutaka skv. ábúðarsamningi sjá H 1995 2541 og H 1996 2445. í þessu sambandi má til samanburðar einnig benda á ákvæði III. og IV. kafla húsaleigul. þar sem ýmist er mælt fyrir um rétt leigjanda til hlutfallslegrar lækkunar leigu vegna ástands hins leigða eða rétt hans til að láta framkvæma úrbætur á kostnað leigusala. Skal þá fyrst leita álits eða samþykkis byggingarfulltrúa um þörf úrbóta og réttmæti kostnaðar. Hið sama gildir um rétt leigusala til að láta framkvæma úrbætur þegar leigjandi vanrækir skyldur sínar samkvæmt leigusamningi. Sjá t.d. 17., 18., 20. og 21. gr. húsaleigul. 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.