Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 17
rætt að bera það með sér að um riftun í tilefni vanefndar gagnaðila sé að ræða.
Er t.d. á því byggt í kpl. að fyrir fram yfirlýsing eða aðvörun nægi ekki í þessu
sambandi og ekki heldur fyrirspurn sem er hlutlaus að þessu leyti.
Kröfuhafi missir almennt ekki réttinn til þess að rifta samningi þótt skuldari
efni skyldur sínar eftir að komið er verulega fram yfir rétt efndatímamark, sbr.
6. og 25. gr. hjúal., en kröfuhafi á hins vegar almennt svo fljótt sem verða má
að tilkynna skuldara um riftunina, sbr. 29. og 39. gr. kpl. og 2. mgr. 42. gr.
fast.kpl.14
Sem dæmi um tómlæti af hálfu kaupanda má nefna H 1983 1599 þar sem
kaupandi kvartaði ekki sannanlega fyrr en 12. mars 1979 vegna vöru sem hon-
um hafði borist í febrúarbyrjun 1978. Talið var að kvörtunin væri allt of seint
fram komin og var ekki byggt á henni í niðurstöðu málsins.
í 24. gr. kpl. er um það tilvik fjallað þegar seljandi beinir fyrirspum til kaup-
anda um það hvort hann vilji veita söluhlut viðtöku þrátt fyrir seinkun, eða hann
tilkynnir kaupanda að hann muni afhenda hið selda innan tiltekins tíma, en
kaupandi svarar ekki án ástæðulauss dráttar frá því að hann fékk tilkynninguna.
Getur kaupandi þá ekki rift kaupunum ef efndir verða innan þess tíma sem
nefndur var. Sjá um sama efni í neyt.kpl. ákvæði 22. gr. þeirra laga.
Til riftunar gagnkvæms samnings þarf yfirleitt yfirlýsingu af hálfu þess sem
rifta vill.Yfirlýsing um riftun hefur bæði áhrif sem loforð og ákvöð. Sá sem
yfirlýsinguna gefur fellur með henni frá rétti sínum til efnda og hann fellir
jafnframt niður rétt gagnaðila til efnda. Yfirlýsingin hefur réttaráhrif þegar hún
er komin til viðtakandans, sbr. 2. gr. smnl., og hún er bindandi fyrir báða aðila.
Almennt eru ekki gerðar kröfur til þess að yfirlýsing um riftun sé í sérstöku
formi og því er munnleg yfirlýsing jafngild og skrifleg. Hins vegar þarf yfirlýs-
ingin sannanlega að hafa verið gefin og af sönnunarástæðum er heppilegra að
hún sé skrifleg.
2. RIFTUN VEGNA GREIÐSLUDRÁTTAR SELJANDA
2.1 Almenn atriði - Samanburður við eldri rétt
í 25. gr. kpl. er mælt fyrir um rétt kaupanda til riftunar vegna greiðsludráttar
(afhendingardráttar) seljanda. Þar segir að kaupandi geti rift kaupum þegar
greiðsludráttur hefur í för með sér verulegar vanefndir. Einnig er unnt að rifta
kaupum ef seljandi afhendir ekki söluhlut og efndir dragast fram yfir sanngjam-
an viðbótarfrest sem kaupandi hefur sett. Meðan viðbótarfrestur er að líða getur
14 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 92. í 6. gr. hjúal. kemur fram að
húsbóndi sé ekki bundinn við vistarráð ef hjú kemur ekki af sjálfsdáðum í vistina á tilsettum tíma,
og í 25. gr. laganna segir að ef hjú, án þess að sjúkleiki eða önnur lögleg forföll tálmi, eða fyrir
hendi séu ástæður er heimili þvf að rifta vistarráðum, kemur ekki í vistina á ákveönum tíma svo að
því er synjað viðtöku, eöa kemur alls ekki, skal það greiða skaðabætur eins og nánar er fyrir mælt
í ákvæðinu. í 29. gr. kpl. segir að sé hlutur afhentur of seint geti kaupandi ekki rift kaupunum nema
hann tilkynni það seljanda innan sanngjams tíma frá því að hann fékk vitneskju um afhendinguna.
227