Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 19
geti haft veruleg áhrif á hagsmuni kaupandans þótt þetta sé ekki sérstaklega
tekið fram. Hafi kaupandinn t.d. áskilið að afhending skuli fara fram á nákvæm-
lega tilgreindum tíma, en ekki gert fyrirvara um rétt til riftunar, leiðir það af
skilyrðinu um verulegar vanefndir að kaupandinn getur rift kaupum, jafnvel
þótt greiðsludrátturinn sé skammur, ef skilyrðið hefur verið sett með hagsmuni
og þarfir kaupandans í huga. Þetta getur t.d. átt við ef kaupandinn ætlar að nota
söluhlut til efnda á samningi við áframhaldandi sölu, og einnig í neytendakaup-
um þegar kaupandi ætlar að nota hlutinn til sérstakra þarfa sinna.18
2.3 Riftunaryfirlýsing
Riftun af hálfu kaupanda verður að fara fram með sérstakri yfirlýsingu til
seljandans, sbr. einnig 26. gr. Sþ-sáttmálans, en þar segir að riftun samnings sé
því aðeins gild að hún sé tilkynnt gagnaðila. Fyrir fram yfirlýsing eða aðvörun
nægir ekki og ekki heldur fyrirspum sem er hlutlaus að þessu leyti. Yfirlýsingin
er send á áhættu viðtakanda samkvæmt aðalreglunni í 82. gr. kpl. Hins vegar
tekur hún ekki gildi gagnvart seljandanum fyrr en hún er komin til hans. Þetta
þýðir að yfirlýsingin er ekki bindandi af hálfu kaupanda fyrr en hún er komin
til seljandans. Eftir það verður hún hins vegar ekki einhliða afturkölluð.19
2.4 Verulegar vanefndir skilyrði riftunar
I 1. mgr. 25. gr. kpl. kemur fram það meginskilyrði riftunar að greiðsludrátt-
ur hafi í för með sér verulegar vanefndir. Mat á því hvað séu verulegar van-
efndir veltur í fyrsta lagi á samningi aðila og atvikum við kaup. Þýðing
greiðsludráttar fyrir viðkomandi kaupanda er einnig mikilvægt atriði, sbr. og
það sem áður segir þegar kaupandi áskilur sér efndir á nákvæmlega tilsettum
tíma. Það er m.ö.o. ekki huglæg afstaða kaupanda sem þýðingu hefur við mat á
heimild hans til riftunar, heldur fyrst og fremst það atriði hvort greiðsludráttur-
inn hefur í raun og vera haft veraleg áhrif á hagsmuni hans. Einnig skiptir máli
hvort seljandinn sá eða mátti sjá að greiðsludráttur myndi hafa veruleg áhrif á
hagsmuni kaupanda.
Ef riftun kemur af einhverjum ástæðum mjög illa við seljanda, t.d. vegna
óvæntra verðsveiflna, getur verið ástæða til þess að herða á skilyrðinu um veru-
legar vanefndir. Á þetta sérstaklega við ef riftunin veitir kaupandanum í raun
færi á spákaupmennsku eða til þess að beita seljanda þvingunum af einhverju
tagi. Þá getur það og skipt máli í þessu sambandi hvort hagsmunum kaupanda
teldist nægilega borgið með greiðslu skaðabóta án þess að riftun sé jafnframt
beitt. Það er ekki skilyrði riftunar að um sök seljanda sé að ræða. Sök getur á
hinn bóginn haft vissa þýðingu við mat á því hvort vanefndir teljist verulegar.
Sambærileg ákvæði um skilyrði riftunar af hálfu neytanda vegna afhending-
18 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 84.
19 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 84 og Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 42.
229