Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 19
geti haft veruleg áhrif á hagsmuni kaupandans þótt þetta sé ekki sérstaklega tekið fram. Hafi kaupandinn t.d. áskilið að afhending skuli fara fram á nákvæm- lega tilgreindum tíma, en ekki gert fyrirvara um rétt til riftunar, leiðir það af skilyrðinu um verulegar vanefndir að kaupandinn getur rift kaupum, jafnvel þótt greiðsludrátturinn sé skammur, ef skilyrðið hefur verið sett með hagsmuni og þarfir kaupandans í huga. Þetta getur t.d. átt við ef kaupandinn ætlar að nota söluhlut til efnda á samningi við áframhaldandi sölu, og einnig í neytendakaup- um þegar kaupandi ætlar að nota hlutinn til sérstakra þarfa sinna.18 2.3 Riftunaryfirlýsing Riftun af hálfu kaupanda verður að fara fram með sérstakri yfirlýsingu til seljandans, sbr. einnig 26. gr. Sþ-sáttmálans, en þar segir að riftun samnings sé því aðeins gild að hún sé tilkynnt gagnaðila. Fyrir fram yfirlýsing eða aðvörun nægir ekki og ekki heldur fyrirspum sem er hlutlaus að þessu leyti. Yfirlýsingin er send á áhættu viðtakanda samkvæmt aðalreglunni í 82. gr. kpl. Hins vegar tekur hún ekki gildi gagnvart seljandanum fyrr en hún er komin til hans. Þetta þýðir að yfirlýsingin er ekki bindandi af hálfu kaupanda fyrr en hún er komin til seljandans. Eftir það verður hún hins vegar ekki einhliða afturkölluð.19 2.4 Verulegar vanefndir skilyrði riftunar I 1. mgr. 25. gr. kpl. kemur fram það meginskilyrði riftunar að greiðsludrátt- ur hafi í för með sér verulegar vanefndir. Mat á því hvað séu verulegar van- efndir veltur í fyrsta lagi á samningi aðila og atvikum við kaup. Þýðing greiðsludráttar fyrir viðkomandi kaupanda er einnig mikilvægt atriði, sbr. og það sem áður segir þegar kaupandi áskilur sér efndir á nákvæmlega tilsettum tíma. Það er m.ö.o. ekki huglæg afstaða kaupanda sem þýðingu hefur við mat á heimild hans til riftunar, heldur fyrst og fremst það atriði hvort greiðsludráttur- inn hefur í raun og vera haft veraleg áhrif á hagsmuni hans. Einnig skiptir máli hvort seljandinn sá eða mátti sjá að greiðsludráttur myndi hafa veruleg áhrif á hagsmuni kaupanda. Ef riftun kemur af einhverjum ástæðum mjög illa við seljanda, t.d. vegna óvæntra verðsveiflna, getur verið ástæða til þess að herða á skilyrðinu um veru- legar vanefndir. Á þetta sérstaklega við ef riftunin veitir kaupandanum í raun færi á spákaupmennsku eða til þess að beita seljanda þvingunum af einhverju tagi. Þá getur það og skipt máli í þessu sambandi hvort hagsmunum kaupanda teldist nægilega borgið með greiðslu skaðabóta án þess að riftun sé jafnframt beitt. Það er ekki skilyrði riftunar að um sök seljanda sé að ræða. Sök getur á hinn bóginn haft vissa þýðingu við mat á því hvort vanefndir teljist verulegar. Sambærileg ákvæði um skilyrði riftunar af hálfu neytanda vegna afhending- 18 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 84. 19 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 84 og Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 42. 229
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.