Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 23
stafað hlutnum á annan hátt án verulegs tjóns er kaupanda því aðeins heimilt að
rifta kaupunum að greiðsludráttur leiði til þess að tilgangur hans með kaupun-
um raskist verulega, sbr. 26. gr. kpl.27 Sambærilegt ákvæði er í 4. mgr. 23. gr.
neyt.kpl. um riftun pöntunarkaupa í neytendakaupum.28
Reglur þær sem fram koma í 26. gr. kpl. styðjast við þau rök að sérsjónar-
miða hljóti ávallt að gæta eðli málsins samkvæmt varðandi heimild til riftunar
í pöntunarkaupum. Því verði riftunarrétturinn þar þrengri en ella myndi vera
samkvæmt almennum reglum. Augljóst er að riftun af hálfu kaupanda getur í
pöntunarkaupum komið mjög illa við seljandann því að hann á það á hættu að
sitja uppi með hlut sem enginn annar getur notað. A hinn bóginn er ekki ástæða
til þess að þrengja riftunarréttinn í slíkum kaupum umfram það sem leiðir af
framangreindu sjónarmiði. Kemur því fram í ákvæðinu það viðbótarskilyrði að
seljandinn geti ekki afþeim sökum, þ.e. vegna þess að um pöntunarkaup er að
ræða, ráðstafað hlutnum á annan hátt án verulegs tjóns. Af orðalaginu leiðir að
það er eðli pöntunarkaupanna sem veldur því að hlutnum verður ekki ráðstafað
á annan hátt.
Ákvæðið á því aðeins við að kaup varði hlut sem er útbúinn sérstaklega
fyrir kaupanda miðað við fyrirmœli hans eða óskir. Af þessu er ljóst að ákvæðið
getur ekki átt við í öllum tilvikum sem teljast til pöntunarkaupa. Um pöntunar-
kaup er t.d. að ræða þegar kaupandi pantar nokkra stóla frá húsgagnaframleið-
anda ef það er forsendan að verksmiðjan framleiði stólana eftir að kaup voru
gerð. Ef um er að ræða stóla af tiltekinni gerð, sem verksmiðjan framleiðir
einnig í öðrum tilvikum, er ekki unnt að beita 26. gr. án þess að fleira komi til.
Ef stólamir eru hins vegar sérstaklega framleiddir fyrir tiltekinn kaupanda mið-
að við fyrirmæli hans og óskir á greinin við. Álitamál getur verið hvort 26. gr.
kpl. á við þegar kaupandinn getur valið á milli ýmissa staðalstærða eða gerða
af hlutum. Dæmi um þetta eru t.d. matarkaup á veitingahúsi þar sem kaupand-
inn getur valið af matseðli. Hér verður að meta það, m.a. með hliðsjón af val-
möguleikum kaupandans, hvort ákvæði 26. gr. eigi við. En þar fyrir utan kemur
síðara skilyrði 26. gr. einnig mjög til athugunar, þ.e. hvort seljandi geti ráðstaf-
að hlutnum á annan hátt án verulegs tjóns.
Regla 26. gr. kpl. gildir aðeins ef seljandi getur ekki ráðstafað hlutnum á
annan hátt án verulegs tjóns. Erfiðleika seljanda við að ráðstafa hlutnum ber
því að meta með hliðsjón af því að hann var útbúinn fyrir kaupanda sérstaklega
samkvæmt fyrirmælum hans og óskum. Möguleikar seljanda að ráðstafa hlutn-
um eru að mörgu leyti undir því komnir að hve miklu leyti hann er útbúinn sér-
staklega fyrir kaupandann, svo sem áður sagði. Tegund hlutarins og umsvif við-
skipta á markaðinum með slíka hluti skipta einnig máli. Sem dæmi um þetta má
27 Ákvæði þetta á sér hvorki hliðstæðu í eldri kaupalögum né í Sþ-sáttmálanum og gildir því ekki
í alþjóðlegum kaupum eins og sérstaklega er tekið fram í niðurlagi þess. I alþjóðlegum kaupum
gilda hins vegar venjuleg riftunarskilyrði, sbr. 25. gr. laganna. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 86
28 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 45-46.
233