Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 27
arfresturinn hefst ekki fyrr en hluturinn er afhentur. Ákvæðum 22. gr. neyt.kpl. er
einnig hægt að beita þegar neytandi hefur sett viðbótarfrest skv. 3. mgr, 23. gr. og
seljandinn svarar því til að hann geti ekki afhent það sem um var samið fyrr en
viðbótarfresturinn er liðinn. Þykir eðlilegt að líta svo á að neytandinn verði einnig að
svara fyrirspum seljanda undir slíkum kringumstæðum, t.d. með því að neytandinn
haldi fast við upphaflegan viðbótarfrest.36
3. RIFTUN ÞEGAR SÖLUHLUTUR ER GALLAÐUR
3.1 Almenn atriði
Samkvæmt 1. mgr. 39. gr. kpl. getur kaupandi rift kaupum ef meta má galla
til verulegra vanefnda. í 2. mgr. 39. gr. kemur fram að kaupandi getur ekki rift
kaupum nema hann tilkynni seljanda um riftun án ástæðulauss dráttar frá því að
hann fékk eða hefði átt að fá vitneskju um gallann, eða eftir að frestur sá er
útrunninn sem leitt getur af kröfu eða tilkynningu samkvæmt ákvæðum 34. eða
36. gr. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða fram-
ferði hans stríðir að öðru leyti gegn heiðarleika og góðri trú.37 Reglur um riftun
vegna galla voru áður í 1. mgr. 42. gr. og 1. og 2. mgr. 43. gr. eldri kaupalaga
(lög nr. 39/1922).
Söluhlutur í lausafjárkaupum telst samkvæmt 3. mgr. 17. gr. kpl. (áður 5.
mgr. 17. gr.) gallaður ef hann fullnægir ekki þeim kröfum sem fram koma í 1.
og 2. mgr. ákvæðisins (áður 1.-4. mgr.).38 í 2. mgr. 17. gr. ræðir um þær kröfur
sem gerðar eru til eiginleika söluhlutar þótt ekki leiði þá af samningnum sjálf-
um eða forsendum hans eins og getið er í 1. mgr.
Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. neyt.kpl. telst söluhlutur gallaður ef hann a) er ekki í sam-
ræmi við þær kröfur sem fram koma í 15. gr. laganna, b) seljandi hefur vanrækt að
gefa upplýsingar um eiginleika söluhlutarins, c) hlutur svarar ekki til þeirra upplýs-
inga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn og d)
nauðsynlegar upplýsingar um uppsetningu, samsetningu, notkun, umönnun og
geymslu fylgja ekki söluhlut. Um það hvenær fasteign telst gölluð gilda ákvæði 18.
og 19. gr. fast.kpl. Er f 18. gr. að finna almenna lýsingu á því hvenær fasteign telst
gölluð og í 19. gr. er nánari útfærsla á gallahugtakinu og sérregla um neytendakaup.
í reglum III. kafla fast.kpl. er gallahugtakið skilgreint með svipuðum hætti og í lög-
um um lausafjárkaup en til viðbótar eru ákvæði um fylgifé fasteignar. Reglur um það
efni í íslenskum rétti voru mjög óljósar fram að gildistöku fast.kpl. I 9. gr. þjón-
ustukpl. er það skilgreint hvenær seld þjónusta telst gölluð og í 14. gr. þeirra laga
ræðir um heimild til riftunar í tilefni galla.
Ef þriðji maður á eignarrétt, veðrétt eða annan rétt yfir söluhlut (vanheimild)
gilda reglumar um galla eftir því sem við getur átt nema leiða megi af samningi
36 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 42.
37 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 110.
38 Hér er um að ræða breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 50/2000 með lögum nr. 48/2003.
237