Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 30
I 2. mgr. 42. gr. fast.kpl. er sérstök regla um tilkynningarskyldu kaupanda
sem hyggst rifta kaupsamningi vegna þess að fasteign er gölluð. Er miðað við
að hann þurfi að tilkynna innan sanngjarns frests frá því að hann vissi eða mátti
vita um gallann, eða þá eftir að aðrir frestir í tilgreindum ákvæðum eru liðnir.
Það er mikið hagsmunamál fyrir seljanda að fá að vita um það sem fyrst ef
kaupandi hyggst rifta. Var sérstök regla um tilkynningarskyldu kaupanda í 2.
mgr. 52. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Samkvæmt þessari málsgrein
gildir einungis slík sérstök tilkynningarskylda áfram. Til grundvallar reglunni
liggur að ekki þykir ástæða til þess að vemda hagsmuni seljanda sérstaklega
þegar hann hefur sýnt af sér þá háttsemi sem greinir í 2. málsl. 2. mgr. 42. gr.
fast.kpl.43
3.4 Riftun þegar ekki verður af úrbótum eða nýrri afhendingu
I 37. gr. kpl. ræðir um heimildir kaupanda í lausafjárkaupum þegar ekki er
bætt úr galla með úrbótum eða afhendingu að nýju innan hæfilegs tíma frá því
að kaupandi kvartaði yfir galla. Þar segir að komi úrbætur eða ný afhending
ekki til álita, eða ekki verður af þeim innan hæfilegs tíma frá því að kaupandi
kvartaði yfir galla, getur hann krafist afsláttar af kaupverði eða ríft kaupunum
samkvæmt ákvæðum 38. eða 39. gr. Þetta gildir ekki ef kaupandi hafnar úr-
bótum sem hann er skyldur til að þiggja. Kaupandi getur ekki krafist afsláttar
þegar um er að ræða kaup á notuðum hlutum á uppboði.
I 39. gr. fast.kpl. er fjallað um heimild seljanda til að bæta úr galla og um rétt
kaupanda til að krefjast úrbóta. Hafi kaupandi krafist úrbóta skulu þær fara fram
innan hæfilegs tíma, sbr. 3. mgr. 39. gr. Bæti seljandi ekki úr galla getur kaupandi
krafist afsláttar skv. 41. gr. eða rift kaupum skv. 42. gr.
I 37. gr. kpl. er ekki að finna tæmandi upptalningu á afleiðingum þess að
ekki er orðið við kröfu um að gera við gallaðan söluhlut eða afhenda annan.
Kaupandi getur því óháð greininni krafist skaðabóta skv. 1. mgr. 30. gr. Enn
fremur er í 38. gr. fjallað um almenn skilyrði þess að unnt sé að krefjast afsláttar
og í 39. gr. um skilyrði þess að unnt sé að krefjast riftunar. Þau ákvæði gilda
jafnframt ákvæðum 37. gr. Þýðing 37. gr. felst fyrst og fremst í því að þar er
tekin afstaða til sambandsins á milli reglnanna um úrbætur og afhendingu að
nýju annars vegar og reglnanna um rétt til að krefjast afsláttar eða riftunar hins
vegar.44
43 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 54.
44 I eldri kaupalögum var ekki sambærilegt ákvæði og lagagrein þessi en 1. mgr. 42. gr., 1. mgr.
43. gr. og 49. gr. mátti túlka á þann veg að þær leiddu til svipaðrar niðurstöðu og hún. Greinin á sér
ekki nákvæma fyrirmynd í Sþ-sáttmálanum en svipaðar reglur og fram koma í greininni má leiða
af ákvæðum 49.-50. gr. hans. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 108.
240