Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 30
I 2. mgr. 42. gr. fast.kpl. er sérstök regla um tilkynningarskyldu kaupanda sem hyggst rifta kaupsamningi vegna þess að fasteign er gölluð. Er miðað við að hann þurfi að tilkynna innan sanngjarns frests frá því að hann vissi eða mátti vita um gallann, eða þá eftir að aðrir frestir í tilgreindum ákvæðum eru liðnir. Það er mikið hagsmunamál fyrir seljanda að fá að vita um það sem fyrst ef kaupandi hyggst rifta. Var sérstök regla um tilkynningarskyldu kaupanda í 2. mgr. 52. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Samkvæmt þessari málsgrein gildir einungis slík sérstök tilkynningarskylda áfram. Til grundvallar reglunni liggur að ekki þykir ástæða til þess að vemda hagsmuni seljanda sérstaklega þegar hann hefur sýnt af sér þá háttsemi sem greinir í 2. málsl. 2. mgr. 42. gr. fast.kpl.43 3.4 Riftun þegar ekki verður af úrbótum eða nýrri afhendingu I 37. gr. kpl. ræðir um heimildir kaupanda í lausafjárkaupum þegar ekki er bætt úr galla með úrbótum eða afhendingu að nýju innan hæfilegs tíma frá því að kaupandi kvartaði yfir galla. Þar segir að komi úrbætur eða ný afhending ekki til álita, eða ekki verður af þeim innan hæfilegs tíma frá því að kaupandi kvartaði yfir galla, getur hann krafist afsláttar af kaupverði eða ríft kaupunum samkvæmt ákvæðum 38. eða 39. gr. Þetta gildir ekki ef kaupandi hafnar úr- bótum sem hann er skyldur til að þiggja. Kaupandi getur ekki krafist afsláttar þegar um er að ræða kaup á notuðum hlutum á uppboði. I 39. gr. fast.kpl. er fjallað um heimild seljanda til að bæta úr galla og um rétt kaupanda til að krefjast úrbóta. Hafi kaupandi krafist úrbóta skulu þær fara fram innan hæfilegs tíma, sbr. 3. mgr. 39. gr. Bæti seljandi ekki úr galla getur kaupandi krafist afsláttar skv. 41. gr. eða rift kaupum skv. 42. gr. I 37. gr. kpl. er ekki að finna tæmandi upptalningu á afleiðingum þess að ekki er orðið við kröfu um að gera við gallaðan söluhlut eða afhenda annan. Kaupandi getur því óháð greininni krafist skaðabóta skv. 1. mgr. 30. gr. Enn fremur er í 38. gr. fjallað um almenn skilyrði þess að unnt sé að krefjast afsláttar og í 39. gr. um skilyrði þess að unnt sé að krefjast riftunar. Þau ákvæði gilda jafnframt ákvæðum 37. gr. Þýðing 37. gr. felst fyrst og fremst í því að þar er tekin afstaða til sambandsins á milli reglnanna um úrbætur og afhendingu að nýju annars vegar og reglnanna um rétt til að krefjast afsláttar eða riftunar hins vegar.44 43 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 54. 44 I eldri kaupalögum var ekki sambærilegt ákvæði og lagagrein þessi en 1. mgr. 42. gr., 1. mgr. 43. gr. og 49. gr. mátti túlka á þann veg að þær leiddu til svipaðrar niðurstöðu og hún. Greinin á sér ekki nákvæma fyrirmynd í Sþ-sáttmálanum en svipaðar reglur og fram koma í greininni má leiða af ákvæðum 49.-50. gr. hans. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 108. 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.