Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 31
Skilyrði fyrir beitingu 1. mgr. 37. gr. eru þau að úrbætur eða afhending að
nýju hafi ekki komið til álita eða ekki hafi orðið af þeim innan hæfilegs tíma.
Urræðin hafa í fyrsta lagi ekki komið til álita ef hvorki eru fyrir hendi skilyrði
34. eða 36. gr., og í öðru lagi á hið sama við ef hvorki kaupandi né seljandi óska
eftir því að beita þessum réttindum sínum. Síðara skilyrðið, að ekki hafi orðið
q/'úrbótum eða afliendingu að nýju innan hæfilegs tíma, tekur einkum til þeirra
tilvika þar sem kaupandi hefur krafist úrbóta eða afhendingar að nýju, en
seljandi gerir annaðhvort misheppnaða tilraun til að fullnægja kröfunni eða alls
ekki neitt. í ákvæðinu kemur einnig fram að kaupandi þarf ekki að bíða von úr
viti eftir úrbótum eða afhendingu að nýju heldur aðeins í hæfilegan tíma. Hvað
telst hœfilegur tími verður að meta með hliðsjón af því hvers konar kaup var um
að ræða og tegund gallanna. Seljandi hefur samkvæmt þessu vissan tíma til að
undirbúa og framkvæma úrbætur eða afhendingu að nýju. Það leiðir enn fremur
af þessu að kaupandi getur krafist afsláttar eða rift kaupunum, jafnvel þótt fyrir
liggi að bæta eigi úr göllum á söluhlut eða afhenda annan hlut, ef það tekur of
langan tíma samkvæmt þeirri viðmiðun sem fram kemur í ákvæðinu.
Afleiðing þess að ekki er bætt úr eða annar hlutur afhentur, þegar skilyrði
greinarinnar eru fyrir hendi, er sú að kaupandi getur krafist afsláttar eða rift
kaupunum. Eins og áður segir er það þó forsenda að skilyrðum 38. eða 39. gr.
sé fullnægt. Þetta þýðir að skilyrði afsláttar eru oftast fyrir hendi þar sem unnt
er að krefjast hans á hlutlægum forsendum. Þó verður að gera þann fyrirvara að
gallinn hafi í raun valdið verðrýmun hlutarins. Ef um er að ræða riftun eru
aðstæður nokkuð öðruvísi því að skilyrði riftunar eru þau að gallinn sé veru-
•egur. Hafi kaupandi krafist úrbóta vegna smávægilegra galla, eins og oft er
raunin, er ekki unnt að krefjast riftunar þó að seljandinn sinni ekki slíkri kröfu.
Hins vegar getur verið að endurteknar viðgerðir á söluhlut, sem ekki bera
árangur, geti í raun bent til þess að galli sé ekki svo óverulegur sem seljandi vill
vera láta. Svo sem áður er getið getur kaupandi ávallt krafist skaðabóta að svo
miklu leyti sem tjón hans er ekki að fullu bætt með afslættinum, að því tilskildu
að skilyrðum 40. gr. sé fullnægt. í því tilviki getur kaupandi einnig krafist
skaðabóta vegna útgjalda sem hann hefur orðið fyrir vegna árangurslausra til-
rauna við að fá úrbætur eða aðra hluti afhenta.
Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 37. gr. á fyrri málsliður ekki við ef kaup-
andi hefur hafnað úrhótum sem hann var skyldur til að þiggja. Skilyrði fyrir
þessu eru þau að seljandi hafi óskað eftir því að fá að laga söluhlut, og að
skilyrðum 36. gr. hafi að öðru leyti verið fullnægt. Ef kaupandi neitar beiðni
seljanda þrátt fyrir þetta getur hann hvorki rift kaupum né krafist afsláttar, jafn-
vel þótt skilyrðunt 38. eða 39. gr. hafi verið fullnægt. Þessi takmörkun kann að
virðast ósanngjöm, en á hinn bóginn er augljóst að séu skilyrði 36. gr. fyrir
hendi hefur kaupandi möguleika á því að fá ógallaðan hlut en þeim möguleika
hefur hann hins vegar hafnað. Við þær aðstæður er ekki eðlilegt að hann haldi
fétti sínum til að krefjast afsláttar eða riftunar. Hér ber þó að taka fram að kaup-
andi missir ekki rétt sinn til skaðabóta þótt hann hafni úrbótum eða afhendingu
241