Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 36
að riftunarréttur skapist, getur kaupandi á þeim grundvelli einnig rift að því er síðari afhendingar varðar ef það gerist áður en sanngjam frestur er liðinn (2. mgr.). Ef kaupandi riftir kaupum að því er eina afhendingu varðar getur hann samtímis rift kaupunum varðandi fyrri eða síðari afhendingar ef slíkt samhengi er milli þeirra að þær nýtist ekki í þeim tilgangi sem gert var ráð fyrir við samningsgerðina (3. mgr.).52 I 1.-3. mgr. 58. gr. neyt.kpl. eru sambærileg ákvæði um riftunarrétt neytanda við afhendingu í áföngum. Regla 44. gr. kpl. gildir um riftun við hvers konar vanefnd varðandi afhend- ingu í áföngum. Hún á við þegar samið er um afhendingar í áföngum hvort sem þar er um heimild eða skyldu að ræða. Oljóst er hvort og í hvaða mæli kaupandi getur valið milli þess að beita ákvæðum 43. og 44. gr. Beiting ákvæðis 44. gr. kemur einkum til álita þegar um tiltölulega skýr ákvæði er að ræða varðandi afhendingu í áföngum.53 Með sama hætti er óljóst í neytendakaupum í hvaða mæli neytandi getur valið milli þess að beita ákvæðum 57. og 58. gr. neyt.kpl., en beiting 58. gr. kemur helst til álita þegar um tiltölulega skýr ákvæði er að ræða um afhendingu í áföngum.54 4.2 Riftun þeirrar afhendingar sem vanefnd varðar Þegar afhenda á hið selda í áföngum ber samkvæmt 1. mgr. 44. gr. að líta á einstakar afhendingar sem sjálfstæð kaup með hliðsjón af riftunarreglum. Hver einstök afhending er því skoðuð sem sjálfstæð kaup að þessu leyti. Kaupandi getur rift að því er tekur til þeirrar afhendingar sem vanefnd varðar ef almenn riftunarskilyrði eru fyrir hendi, m.a. það skilyrði að vanefnd sé veruleg. Skil- yrðið um verulega vanefnd verður að meta með hliðsjón af viðkomandi afhend- ingu en ekki með hliðsjón af kaupunum í heild. Akvæðið rýmkar því rétt kaup- anda til riftunar miðað við það sem vera myndi ef litið væri á kaupin sem eina heild. Á hinn bóginn getur kaupandi ekki rift að því er varðar þær afhendingar sem eru í samræmi við samning. Ákvæðið á einkum við þegar unnt er að nota þá hluta, sem afhentir eru, hvem fyrir sig og án tillits til annarra, t.d. olíu eða annað hráefni. Ákvæðið á hins vegar síður við þegar afhentir hlutar eru í raun- verulegum og starfslegum tengslum við aðra hluta, t.d. vélbúnaður.55 Sömu sjónarmið eiga við um skýringu á 1. mgr. 58. gr. neyt.kpl.56 4.3 Riftun varðandi síðari afhendingar Kaupandi hefur með vissum skilyrðum rétt til þess að rifta að því er varðar síðari afhendingar, sbr. 2. mgr. 44. gr. kpl. 52 Ákvæðið svarar til 73. gr. Sþ-sáttmálans. í eldri lögum var sambærileg ákvæði að finna f 22. gr. (greiðsludráttur) og 46. gr. (galli). Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 120. 53 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 120. 54 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 77-78. 55 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 120-121. 56 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78. 246
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.