Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 37
Slíkur riftunarréttur sem um ræðir í ákvæðinu gæti einnig byggst á ákvæð-
um 62. gr., þ.e. riftun vegna fyrirsjáanlegra vanefnda. Akvæði þetta gerir hins
vegar ráð fyrir því, gagnstætt ákvæðum 62. gr., að vanefnd hafi þegar orðið að
því er varðar hluta greiðslunnar. Þegar þau skilyrði eru fyrir hendi fær kaupandi
nokkuð rýmri riftunarrétt en leiða mundi af ákvæðum 62. gr. Kemur þetta fram
í orðalagi ákvæðanna. Þannig er í 62. gr. sagt: Ef Ijóst er fyrir efndatíma að
koma muni til vanefnda, en í 2. mgr. 44. gr. segir hins vegar: Efvanefndir veita
kaupanda réttmæta ástœðu til að ætla að vanefndir verði á afhendingum síðar.
I síðari tilvitnuninni (2. mgr. 44. gr.) felst að líkumar fyrir vanefnd í framtíðinni
eru miðaðar við að vanefnd hafi þegar orðið að því er varðar hluta afhendingar.
Þar að auki er það eitt ekki nægjanlegt að ástæða sé til að ætla að vanefnd verði
heldur verður vanefndin að vera þess eðlis að hún muni veita rétt til riftunar.
Það er hins vegar ekki skilyrði að hin fyrirsjáanlega vanefnd sé sömu tegundar
og sú fyrri. Ef verulegur galli við fyrstu afhendingu veitir réttmæta ástæðu til
að ætla að verulegur greiðsludráttur verði á þeirri næstu er unnt að rifta að því
er báðar afhendingamar varðar.
Ekki er það skilyrði riftunar skv. 2. mgr. 44. gr. kpl. að kaupandi hafi beitt
riftunarrétti að því er tiltekna afhendingu varðar. Sem dæmi um þetta má nefna
kaup þar sem seljandinn á að greiða með fimm afhendingum. Ef verulegur
greiðsludráttur verður varðandi aðra sendinguna má vera að kaupandinn líti svo
á að þrátt fyrir allt sé best fyrir hann að krefjast efnda. Verði eftir þetta seinkun
á þriðju afliendingu getur verið að kaupandinn sjái hagsmunum sínum best
borgið með því að rifta kaupunum að því er varðar fjórðu og fimmtu sending-
una, hvort heldur hann velur að rifta varðandi þriðju sendinguna eða ekki.
Það er skilyrði riftunar, að því er varðar síðari afhendingar, að það gerist
áður en sanngjam tími er liðinn frá því sú vanefnd varð sem veitti rétt til riftun-
ar. Ef vanefnd verður við hverja afhendinguna eftir aðra byrjar nýr frestur að
líða við hverja vanefnd fyrir sig.57
Sambærilegt ákvæði er í 2. mgr. 58. gr. neyt.kpl. Það veitir neytanda með vissum
skilyrðum rétt til riftunar að því er varðar síðari afhendingar. Slíkur riftunarréttur
gæti einnig byggst á ákvæðum 62. gr. kaupalaga, sbr. 55. gr., þ.e. riftun vegna fyrir-
sjáanlegra vanefnda. Ákvæði 2. mgr. 58. gr. neyt.kpl. gerir hins vegar ráð fyrir því,
gagnstætt ákvæðum 62. gr. kpl., að vanefnd hafi þegar orðið að því er varðar hluta
greiðslunnar. Þegar þau skilyrði eru fyrir hendi fær neytandi nokkuð rýmri riftunar-
rétt en leiða myndi af ákvæðum 62. gr. kpl.58
4.4 Riftun varðandi bæði fyrri og síðari afhendingar
Kaupandi á samkvæmt 3. mgr. 44. gr. kpl. rétt til að rifta kaupum, bæði að
því er varðar fyrri og síðar afhendingar, þegar um er að ræða ákveðið samhengi
57 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 121.
58 Um skýringar á 2. mgr. 58. gr. neyt.kpl. sjá Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78.
247