Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 39
kaupum án slíks fyrirvara ef riftun hefur ekki áhrif á þann rétt sem þriðji maður,
þ.m.t. bú kaupanda, hefur yfir hlutnum (4. mgr.).
I fast.kpl. er byggt á sömu aðgreiningu og í kpl. Þar segir í 1. mgr. 51. gr. að
seljandi geti rift kaupsamningi ef greiðsludráttur af hálfu seljanda telst veru-
legur. Samkvæmt 2. mgr. 51. gr. fast.kpl. getur seljandi einnig rift kaupsamn-
ingi þegar kaupandi efnir ekki aðrar skyldur en greiðslu kaupverðsins og van-
efndin telst veruleg. Seljandi getur með sömu skilyrðum rift vegna viðtöku-
dráttar ef hann hefur ríka hagsmuni af því að geta afhent fasteignina.
Riftunarheimild 2. mgr. 51. gr. fast.kpl. er einnig í þessum tilvikum háð því að
vanefnd teljist veruleg. Ekki er víst að ákvæðið hafi mikla raunhæfa þýðingu því að
skyldan til greiðslu kaupverðsins er langmikilvægasta skylda kaupanda. Þyrfti því
vafalaust mikið til að hann teldist hafa vanefnt aðrar skyldur svo að vanefndin teldist
veruleg. Um matið á því hvenær vanefnd telst veruleg samkvæmt 2. mgr. gilda sömu
sjónarmið og búa að baki reglu 1. mgr. í 2. málsl. er seljanda heimilað að rifta með
sömu skilyrðum þegar um viðtökudrátt er að ræða og seljandinn hefur ríka hagsmuni
af því að afhenda eignina. Þetta ákvæði mun ekki heldur hafa mikla þýðingu því að
hafi kaupandi greitt kaupverðið er nánast víst að hann vilji fá eignina afhenta. Slík
tilvik geta þó komið upp, t.d. þegar aðstæður kaupanda breytast frá því að hann
greiddi og þar til afhending á að fara fram. Þótti nauðsynlegt að kveða á um þessa
stöðu í sérstakri lagareglu.63
í 1. mgr. 43. gr. neyt.kpl. er almennt yfirlit um heimildir seljanda vegna
vanefnda af hálfu kaupanda. Þar kemur nr.a. fram að greiði neytandi ekki kaup-
verðið eða fullnægi ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningnum eða
lögunum, og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika sem hann varða,
getur seljandi rift kaupunum samkvæmt ákvæðum 45. gr. laganna.
Akvæði 45. gr. neyt.kpl. er að mestu í samræmi við 54. og 55. gr. kpl. Að megin-
stefnu til eru skilyrði riftunar þau sömu við 1) greiðsludrátt af hálfu neytanda, 2)
þegar neytandi stuðlar ekki að kaupum og 3) þegar neytandi veitir söluhlut ekki við-
töku. Með þessu er að því stefnt að matið á því hvort skilyrði riftunar séu fyrir hendi
sé einfaldað. í 1. málsl. 1. mgr. 43. gr. kemur fram meginreglan um rétt seljanda til
riftunar. Skilyrði ákvæðisins eru þau að neytandinn hafi brotið samninginn eða van-
efnt verulega greiðsluskyldu sína samkvæmt samningi eða ákvæðum laga. Vanefndin
getur ýmist verið komin til vegna greiðsludráttar eða greiðslufalls eða að greitt sé
með röngum hætti. Þá verða vanefndir kaupanda að vera verulegar.64
vegna fyrirsjáanlegra vanefnda ræðir í 56. og 62. gr. Um skilyrði riftunar vegna vanefnda kaupanda
er fjallað í 64. gr. Sþ-sáttmálans. í 28. gr. eldri kaupalaga, nr. 39/1922, ræddi aðeins um rétt til rift-
unar vegna greiðsludráttar kaupanda. Þótt ekki komi það beinlínis fram í orðalagi 54. gr. gildandi
Uga er það ætlunin að ákvæðið nái einnig til annarra ágalla varðandi greiðsluna en greiðsludráttar,
t-d. þegar greitt er í rangri mynt. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 131.
63 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 59.
64 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 65.
249