Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 45
einkum að gæta þegar það að losna við hlutinn er sjálfstæður tilgangur kaup- anna ásamt þeim hagsmunum að fá greiðslu. Sem dæmi um slíkt má nefna kaup um hús sem selt er til niðurrifs og sölu á vömm af lager sem á að tæma. Slíkt dæmi er einnig sala verksmiðju á eitruðum úrgangsefnum sem á að endurvinna. 5.7.4 Seljandi setur viðbótarfrest til efnda Seljandinn hefur rétt til að rifta kaupum skv. 2. mgr. 55. gr. kpl. þegar kaup- andinn stuðlar ekki að efndum innan hæfilegs viðbótarfrests sem seljandinn hefur sett honum til efnda. Sama á við þegar kaupandinn veitir hlut ekki viðtöku áður en slíkur frestur er liðinn. í því tilviki gildir sama skilyrði og fram kemur í 1. mgr., þ.e. að seljandinn hafi sérstaka hagsmuni af því að losna við hlutinn. Ákvæðið svarar til 2. mgr. 25. gr. og 2. mgr. 54. gr. og vísast til umfjöllunar um þær greinar.80 Við mat á því hvað telst sanngjam viðbótarfrestur verður að líta til þess um hvers konar skyldu er að ræða. Fresturinn verður að veita kaupanda - eða kaupendum yfirleitt í svipaðri stöðu - sanngjarnt og raunverulegt færi á því að efna viðkomandi skyldu. Ekki er unnt að ætlast til þess að seljandinn taki tillit til einstaklingsbundinna þarfa og stöðu kaupanda. En það gildir hér sem endra- nær að réttinn til þess að setja viðbótarfrest á ekki að vera unnt að nota til þess að skapa stöðu til riftunar á gmndvelli vanefnda sem eru augljóslega óvemleg- ar.81 5.8 Riftun þegar afhent er í áföngum 5.8.1 Yfirlit Ef seljandi á að afhenda í áföngum og kaupandi að greiða eða stuðla að efndum varðandi hverja afhendingu, og vanefndir verða af kaupanda hálfu á tiltekinni afhendingu, getur seljandi samkvæmt 1. mgr. 56. gr. kpl. rift að því er hana varðar samkvæmt reglum 54. og 55. gr. í 2. mgr. segir að veiti vanefndir seljanda réttmæta ástæðu til að ætla að slíkar vanefndir verði á síðari afhend- ingum að riftunarréttur skapist, getur seljandi á þeim grundvelli einnig rift kaupum að því er þær afhendingar varðar ef það gerist áður en sanngjam frestur er liðinn. Greinin á ekki aðeins við um greiðsluvanefndir heldur einnig vanefndir kaupanda á skyldunni til að stuðla að efndum. Þau réttindi sem seljandinn hefur samkvæmt ákvæðinu eru mjög hliðstæð réttindum kaupanda skv. 44. gr. Greinin á við um riftun vegna allra vanefnda kaupanda við áfangaskyldur hans. Um vanefndir er því ekki aðeins að ræða þegar kaupandi vanrækir greiðslu- 80 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 133. 81 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 133. Um skýringar á 3. mgr. 55. gr. laganna vísast til þess sem áður segir í umfjöllun um 3. mgr. 54. gr. 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.