Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 46
skyldu sína, sbr. 54. gr., heldur einnig þegar hann hefur vanefnt aðrar skyldur í sambandi við kaupin, sbr. 55. gr., sbr. einnig 50. gr. og 1. mgr. 51. gr. laganna.82 í 59. gr. neyt.kpl. er ákvæði sem svarar til 56. gr. kpl. og fjallar um riftunarrétt selj- anda við afhendingu í áföngum. Akvæðið á ekki aðeins við um greiðsluvanefndir neytanda heldur einnig vanefndir á skyldunni til að stuðla að efndum. Þau réttindi sem seljandinn hefur samkvæmt 59. gr. eru mjög hliðstæð réttindum neytanda sam- kvæmt 58. gr. Greinin á við um riftun vegna allra vanefnda neytanda við áfanga- skyldur hans. Um vanefndir er því ekki aðeins að ræða þegar neytandi vanrækir greiðsluskyldu sína, heldur einnig þegar hann hefur vanefnt aðrar skyldur sínar í sambandi við kaupin.83 5.8.2 Riftun varðandi eina afhendingu I 1. mgr. 56. gr. kpl. er fjallað um það tilvik þegar seljandinn á að afhenda hið selda í áföngum og efndir af hálfu kaupanda haldast í hendur við afhend- ingu seljanda. I ákvæðinu felst hið sama og í 1. mgr. 44. gr., þ.e. litið er á hverja afhendingu sem sjálfstæð kaup að því er riftunarréttinn varðar. Seljandinn getur við vanefndir rift kaupum að því er hverja einstaka aflrendingu varðar, og skilyrði þessa eru metin út frá viðkomandi afhendingu. Tilvísun 1. mgr. 56. gr. til 54. gr. laganna felur það m.a. í sér að vanefndir þær sem hér um ræðir verða að vera verulegar eða að viðbótarfresti hafi ekki verið sinnt. Enn fremur felst í tilvísuninni að riftun kann að taka til afhendinga sem kaupandi hefur þegar veitt viðtöku, sbr. 4. mgr. 54. gr. Loks eiga ákvæði 59. gr. við um riftunarfresti.84 Sömu sjónarmið og hér voru rakin eiga við um skýringu á 1. mgr. 59. gr. neyt.kpl. Tilvísun til 45. gr. þeirra laga felur það m.a. í sér að vanefndir þær sem hér um ræðir verða að vera verulegar eða að viðbótarfresti hafi ekki verið sinnt. Ennfremur felst í tilvísuninni að riftun kann að taka til afhendinga sem neytandi hefur þegar veitt viðtöku.85 5.8.3 Riftun varðandi síðari afhendingar Ákvæði 2. mgr. 56. gr. kpl. heimila seljanda rétt til riftunar að því er síðari afhendingar varðar með sömu skilyrðum og fram koma í 2. mgr. 44. gr. varð- andi riftunarheimild kaupanda. Olíkt því sem gildir um riftun skv. 62. gr. er það skilyrði að þegar séu til staðar vanefndir varðandi eina einstaka afhendingu. Vanefndir verða að vera slíkar, þ.e. þess eðlis og með þeim hætti, að þær veiti réttmæta ástœðu til að ætla að riftunarréttur skapist að því er síðari afhendingar 82 Lagagreinin svarar til 73. gr. Sþ-sáttmálans. Ákvæði 29. gr. laga nr. 39/1922 er sambærilegt við 2. mgr., en í eldri lögum var hins vegar ekki regla sambærileg 1. mgr. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 133. 83 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78. 84 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 133-134. 85 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 79. 256
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.