Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 51
og myndi vera ef skyldan fælist í því að aflétta áhvílandi veðskuldum. Málið verður
hins vegar flóknara þegar skylda seljanda, sem fyrirsjáanlegt er að hann vanefni, felst
t.d. í afhendingu fasteignarinnar. Seljandi yrði að setja annars konar tryggingu fyrir
því að hann efndi slíka skyldu en t.d. bankaábyrgð. Meta verður hverju sinni hvers
konar trygging myndi teljast fullnægjandi í slíkum tilvikum.
157. gr. fast.kpl. er ekki lögð sú skylda á samningsaðila, sem hyggst rifta vegna þess
að hann telur víst að fyrirsjáanleg sé vanefnd sem myndi heimila honum riftun, að
tilkynna viðsemjanda sínum það fyrir fram. Slík tilkynning getur verið mikilvæg
einkum í ljósi þess að gert er ráð fyrir að viðsemjandinn geti forðað riftun með því
að setja tryggingu sem oft getur tekið tíma að afla. I 3. mgr. 62. gr. kpl. er ákvæði
sem mælir fyrir um að sá sem hyggst rifta við aðstæður eins og eiga við samkvæmt
þessari grein skuli vara viðsemjanda sinn við ef tími vinnst til. Er þetta gert í því
skyni að gefa viðsemjandanum færi á því að vama riftun með tryggingu. Ástæða þess
að ekki er slíkt ákvæði í 57. gr. er sú að í fasteignakaupum er jafnan slíkt samband
milli samningsaðila að fullvíst má telja að viðsemjandinn myndi vita um yfirvofandi
riftun vegna fyrirsjáanlegra vanefnda. Var því ekki talin ástæða til að hafa sérstaka
reglu um þetta. Reglur um trúnaðarskyldur í samningssamböndum leiða samt til þess
að oftast má gera þá kröfu til samningsaðila að hann vari viðsemjanda sinn við ef
hann ætlar að beita svo afdrifaríku úrræði sem riftun vegna fyrirsjáanlegra vanefnda.
Verður því að telja að ekki verði munur að þessu leyti á réttarframkvæmd í lausafjár-
kaupum og í fasteignakaupum.92
6.2 Riftun varnað með tryggingu
í síðari málsl. 1. mgr. 62. gr. kpl. er sérstakt ákvæði sem veitir aðila færi á
að varna riftun með því að setja fullnægjandi tryggingar fyrir efndum. Ákvæðið
veitir heimild til þess að vama þegar fram kominni riftunarkröfu með trygg-
•ngu, en það er að sjálfsögðu skilyrði að trygging sé sett strax.
Meta verður það með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni hvað telst fullnægj-
andi trygging í skilningi ákvæðisins. Ef sett er trygging fyrir greiðsluskuldbind-
ingunni er matið í þeim efnum í sjálfu sér einfalt. Sé sett bankatrygging hlýtur
það að teljast fullnægjandi, enda nái hún til alls kaupverðsins. Þegar hins vegar
er um að ræða afhendingarskyldu seljanda eða aðrar skyldur sem ekki fela í sér
greiðslu getur verið erfiðara að meta hvort tryggingin er næg eða ekki. Trygg-
ing fyrir efndum afhendingarskyldunnar gæti t.d. verið fólgin í því að ábyrgjast
að kaupandinn bíði ekki tjón, en slík ábyrgð tryggir ekki að seljandinn efni in
natura. Sumar skyldur geta líka verið þess eðlis að það sé yfirleitt ekki unnt að
setja tryggingu fyrir efndum þeirra. En það verður í öllum tilvikum að meta út
frá aðstæðum hverju sinni hvort trygging er næg til þess að vama riftun.93
Ákvæði 2. mgr. 62. gr. varða möguleikann á því að setja tryggingu sam-
kvæmt síðari málslið 1. mgr. Möguleikinn á því að mæta riftunarkröfu strax
92 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 62-63.
93 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 143.
261