Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 53
Sambærilegar reglur eru í X. kafla neyt.kpl., þ.e. í 49.-51. gr. Er í 49. gr. neyt.kpl. fjallað um réttaráhrif riftunar og nýrrar afhendingar, í 50. gr. um afrakstur og vexti þegar greiðslum er skilað og í 51. gr. um missi réttar til riftunar og afhendingar á ný. Samkvæmt þessu eiga sömu sjónarmið við um skýringar á 64. gr. kpl. og 49. gr. neyt.kpl. 50. gr. neyt.kpl. svarar til 65. gr. kpl. og 51. gr. neyt.kpl. svarar til 66. gr kpl.96 7.2 Réttaráhrif riftunar 7.2.1 Skyldur aðila falla niður Þegar kaupum er rift falla skyldur aðila til að efna þau niður, sbr. 1. mgr. 64. gr. kpl.97 og 1. mgr. 49. gr. neyt.kpl. Hafi kaup verið efnd að fullu eða að hluta af hálfu samningsaðila má krefjast skila á því sem móttekið hefur verið. Aðili getur þó haldið því sem hann hefur móttekið þar til gagnaðili skilar því sem hann hefur tekið við. Sama á við þegar aðili á rétt til skaðabóta eða vaxta og fullnægjandi trygging er ekki sett, sbr. 2. mgr. 64. gr. kpl. og 2. mgr. 49. gr. neyt.kpl. Ef seljandinn á að afhenda á ný getur kaupandi haldið hjá sér því sem hann hefur móttekið þar til afhending hefur átt sér stað að nýju, sbr. 3. mgr. 64. gr. kpl. og 3. mgr. 49. gr. neyt.kpl. Riftun hefur engin áhrif á samningsákvæði um atvinnuleyndarmál, um lausn ágreiningsefna eða um réttindi og skyldur aðila sem leiðir af riftuninni, sbr. 4. mgr. 64. gr. kpl. og 4. mgr. 49. gr. neyt.kpl. I 64. gr. kpl. er á því byggt að krafan um riftun eða um skil á greiðslum sé á rökum reist. Ljóst er að aðili samnings getur ekki frestað samningsskyldum sínum með því að rifta kaupum nema skilyrði þess séu til staðar. Fari riftun fram, án þess að skilyrði séu til staðar, er hún ólögmæt. Riftun fer því fram á ábyrgð þess sem riftir. Ef ágreiningur er um réttmæti riftunarkröfu verða aðilar að leita úrlausnar á þeim ágreiningi hjá dómstólunum. Annað mál er að sam- þykki gagnaðili að kaupin gangi til baka, án þess að skilyrði riftunar séu fyrir hendi, er eðlilegt að fara að öðru leyti eftir ákvæðum greinarinnar nema aðilar semji beinlínis um aðra tilhögun. Samkvæmt 1. mgr. 64. gr. kpl. falla skyldur aðila niður þegar kaupum er rift. Þetta gildir um allar skyldur aðila samkvæmt kaupsamningi en ekki aðeins um skylduna til að afhenda söluhlut og greiða hann. Sumir samningar kunna þó að vera þess eðlis að þetta getur ekki átt við að öllu leyti, sbr. 4. mgr. 64. gr. Þar fyrir utan getur verið að riftun hafi samkvæmt lögum í för með sér sérstakar skyldur fyrir aðila, t.d. skyldu til að annast söluhlut skv. 73. gr.98 Um réttaráhrif riftunar í fasteignakaupum ræðir í 33. gr. fast.kpl. Þar kemur fram að sé kaupsamningi rift falla brott skyldur samningsaðila til efnda. Hafi 96 Um skýringar á 49.-51. gr. neyt.kpl. sjá Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 68-72. 97 I lagagreininni eru sameiginlegar reglur um áhrif þess að kaupum er rift og um skil á greiðslum. Um afrakstur og vexti þegar greiðslum er skilað er hins vegar fjallað í 65. gr. Efni 1., 2. og 4. mgr. greinarinnar svarar til 81. gr. Sþ-sáttmálans. Ákvæði 2. mgr. 64. gr. svarar til 57. gr. eldri laga, en önnur ákvæði greinarinnar eru nýmæli í íslenskum lögum. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 144. 98 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 144. 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.