Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 58
málsl. 2. mgr. 50. gr. neyt.kpl. er nýmæli en þar kemur fram að seljanda ber að
greiða vexti frá þeim degi er hann tók við greiðslunni þegar neytandi er krafinn
um endurgjald fyrir not af söluhlut.
7.4 Missir réttar til riftunar og afhendingar á ný
7.4.1 Meginregla
Kaupanda í lausafjárkaupum er samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 66. gr. kpl. því
aðeins heimilt að rifta kaupum eða krefjast afhendingar á ný að hann geti skilað
hlutnum að öllu verulegu leyti í sama ástandi og magni og hluturinn var í þegar
kaupandi veitti honum viðtöku. Akvæði þetta verður að skoða í samhengi við
2. mgr. 64. gr. kpl. sem að sumu leyti er byggð á svipuðum sjónarmiðum en þar
kemur fram að kaupandi þarf í vissum tilvikum ekki að afhenda söluhlut í því
ástandi og magni sem hann veitti honum viðtöku.
Sambærilegt ákvæði er í 1. málsl. 1. mgr. 51. gr. neyt.kpl. Byggir það að öllu
verulegu leyti á ákvæðum 66. gr. kpl. en jafnframt á 3. gr. tilskipunar um neyt-
endakaup. Akvæði þetta þarf einnig að skoða í samhengi við 2. mgr. 49. gr.
neyt.kpl.
Hvað telst verulegt í þessu sambandi verður að ráðast af mati í hverju ein-
stöku tilviki. Hafi kaupandi t.d. fest kaup á nýjum bíl, og eigi hann rétt til rift-
unar, telst það ekki veruleg breyting á ástandi bílsins sem staðið gæti riftun í
vegi þótt læsing vinstri hurðar hafi farið úr lagi. Sé bifreiðin liins vegar tæpast
í ökufæru ástandi vegna slæmrar meðferðar horfir málið öðru vísi við. Einnig
skiptir máli hvort um nýjan hlut er að ræða eða gamlan. Hafi orðið lakk-
skemmdir í meðferð kaupanda á tuttugu ára gamalli bifreið, sem hann vill rifta
kaupum á, verður ekki sama mat lagt til grundvallar eins og um væri að ræða
nýjan bíl.107
7.4.2 Undantekningar skv. 1. mgr. 66. gr. kpl. og 1. mgr. 51. gr. neyt.kpl.
í a-c-liðum 1. mgr. 66. gr. kpl. og a-c-liðum 1. mgr. 51. gr. neyt. kpl. eru
undantekningar frá framangreindri meginreglu.
í fyrsta lagi leiðir af a-lið að rétturinn til riftunar eða nýrrar afhendingar glat-
ast ekki þegar ástæður þess, að ókleift er að skila hlutnum að öllu verulegu leyti
í sama ástandi og magni, má rekja til eiginleika hlutarins eða annarra aðstæðna
sem ekki varða kaupandann. Sem dæmi má nefna ferskvörur sem eyðileggjast
áður en skil geta farið fram, t.d. blóm sem lifa aðeins stuttan tíma. Oft getur ver-
ið samhengi milli riftunarástæðunnar og þess atviks sem veldur því að hlutur
eyðileggst. Ef sending af ávöxtum er t.d. afhent of seint getur það veitt rétt til
riftunar, en jafnhliða veldur seinkunin því beinlínis að vörusendingin eyði-
leggst.
107 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 147.
268