Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 60
markaðinn sem hann vill frekar eiga. Þegar hlutur er seldur áfram verða álita- efni um riftun og nýja afhendingu yfirleitt því aðeins raunhæf að seinni kaup- andinn beri slíka kröfu fram við upphaflegan kaupanda. Að öðru leyti fjallar c-liður um tilvik þegar hlutur hefur verið notaður eða honum breytt af kaupanda við fyrirhuguð not. Ef ekki kemur annað fram má seljandinn alltaf búast við því að hlutur verði notaður í samræmi við það sem fyrirhugað og venjulegt er að nota slíka hluti til. Að auki nær ákvæðið til þess þegar seljanda var ljóst að hlutur var ætlaður til ákveðinna eða sérstakra nota. I þessu felst m.ö.o. að seljandinn getur ekki hafnað riftunarkröfu eða kröfu um nýja afhendingu af þeini ástæðu einni að kaupandinn hefur notað hlutinn. Bíll sem keyptur hefur verið nýr fellur t.d. nokkuð hratt í verði við notkun. Þótt verðrýmunin sé í sjálfu sér nokkuð mikil þegar kaupum er rift verður seljand- inn að sætta sig við riftun þegar kaupandinn hefur notað bílinn eins og til stóð. Umrætt ákvæði hefur einkum þýðingu við kaup á neysluvöram í þrengri merkinu, t.d. matvörum og öðrum vörum sem neytt er strax eða fljótlega. Akvæðið gildir þó einnig í öðrum tilvikum eins og nefnt hefur verið, t.d. við kaup á nýjum bíl. Það skilyrði gildir bæði um endursölu og notkun að salan eða notin hafi átt sér stað áður en kaupandanum varð ljós eða mátti verða ljós galli sá sem er ástæða þess að hann hafnar söluhlut. Hafi kaupandinn selt hlutinn, þrátt fyrir vitneskju sína um verulegan galla, getur hann ekki síðar rift kaupum eða krafist nýrrar afhendingar á grundvelli gallans nema hann sjái til þess að hlutnum verði skilað. Með sama hætti stendur það riftun og nýrri afhendingu í vegi ef not kaup- anda, eftir að honum varð galli ljós, hafa leitt til verulegrar rýmunar á ástandi hlutar og magni. I þessu felst að kaupandinn verður að hætta við að selja eða nota hlutinn ef hann ætlar að rifta kaupum eða krefjast nýrrar afhendingar.110 Akvæði c-liðar 1. mgr. 51. gr. neyt.kpl. er orðað með nokkuð öðrum hætti en c-liður 1. mgr. 66. gr. kpl. Þar kemur fram að neytandi glatar ekki rétti sínum til þess að krefjast riftunar þegar hluturinn hefur verið notaður af neytanda við fyrirhuguð not, áður en neytanda varð ljóst eða mátti verða Ijós galli sá sem leiðir til riftunar eða kröfu um afhendingu á ný. Reglan styðst við þau rök að seljandi má alltaf búast við því að hlutur verði notaður í samræmi við það sem fyrirhugað og venjulegt er að nota slíka hluti til. Að auki nær ákvæðið til þess þegar seljanda var ljóst að hlutur var ætlaður til ákveðinna eða sérstakra nota. I ákvæðinu felst þannig í raun að seljandi getur ekki hafnað riftunarkröfu eða kröfu um nýja afhendingu af þeirri ástæðu einni að neytandi hefur notað sölu- hlut. Akvæði c-liðar hefur einkum þýðingu við kaup á neysluvörum í þrengri merkinu, t.d. matvörum og öðrum vörum sem neytt er strax eða fljótlega. Akvæðið gildir þó einnig í öðrum tilvikum, t.d. við kaup á nýjum bílum. I ákvæðinu kemur fram það skilyrði að notin hafi átt sér stað áður en neytandan- llOAlþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 148. 270
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.