Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 62
skaði á eigninni er vegna tilviljunar, t.d bruna sem kaupandi ber ekki ábyrgð á eða
náttúruhamfara. Einnig er frá þessu vikið ef skaðinn er vegna annarra ástæðna sem
kaupandi ber ekki ábyrgð á. Þá er og frá þessu vikið ef skaðinn varð áður en kaupandi
varð eða mátti verða var við þær aðstæður sem riftun er reist á. Hér er fyrst og fremst
átt við tilvik er kaupandi hefur gert tilfæringar á eign, t.d. vegna skoðunar eftir af-
hendingu, eða vegna þess að liann ætlar að breyta eða bæta eignina en uppgötvar þá
vanefnd sem veitir honum rétt riftunar. Hér ber að hafa hugfast að reglan á einnig við
þegar vanefnd felst í galla, sbr. 2. mgr. 42. gr. Loks er frá meginreglu 1. málsl. þess-
arar málsgreinar vikið ef kaupandi bætir seljanda verðrýmunina. Verður þá seljandi
að taka við eigninni ásamt bótum og sjá sjálfur um endurbætur ef hann kýs að fram-
kvæma þær.111
Skrá yfir tilvitnuð rit:
Alþingistíðindi, A-deild, 126. löggjafarþing 1999-2000, þskj. 119.
Alþingistíðindi, A-deild, 127. löggjafarþing 2001-2002, þskj. 291.
Alþingistíðindi, A-deild, 128. löggjafarþing 2002-2003, þskj. 904.
Augdahl Per: Den norske obligasjonsretts alminnelige del. 5. útg. Osló 1978.
Gomard Bernhard: Obligationsret 1. del. 2. útg. Kaupmanahöfn 1995. Obligationsret
2. del. Kaupmannahöfn 1991.
Olafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti. Reykjavík 1965.
Rohde Knud: Obligationsrátt. Stokkhólmi 1956.
The United Nations Convention on Contracts for the International Sale of Goods.
Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup. Helstu réttarreglur. Reykjavík 1997.
Ussing Henry: Obligationsretten Alm. Del. Kaupmannahöfn 1961.
Þorgeir Örlygsson: „Afsláttur". Tímarit lögfræðinga. 3. hefti, 46. árg. 1996.
„Efndir in natura“. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti, 50. árg. 2000.
„Gildistaka nýrra laga um lausafjárkaup hinn 1. júní 2001“. Úlfljótur. 1. tbl., 54.
árg. 2001.
„Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti, 52. árg. 2002.
Kaflar úr kröfurétti IV. Skaðabótareglur kaupalaga. Handrit til kennslu við
lagadeild Háskóla íslands. Reykjavik 2002.
111 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls.47-48.
272