Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 80
manna á ferjunni Herjólfi.62 Sérfræðinganefndin hefur í niðurstöðum sínum fylgt
þessari afstöðu félagafrelsisnefndarinnar.
2.6.3.1 Takmarkanir á verkfallsrétti opinberra starfsmanna
I 9. gr. samþykktar nr. 87 er tekið fram að ákveða megi með lögum eða reglu-
gerðum hvers lands að hve miklu leyti ákvæði samþykktarinnar skuli ná til her-
manna og lögreglumanna. Því hafa ekki verið gerðar athugasemdir af hálfu
eftirlitsaðila ILO í þeim tilvikum þar sem mælt er fyrir í löggjöf að þessir hópar
opinberra starfsmanna skuli ekki hafa verkfallsrétt. Afstaða eftirlitsaðila ILO til
verkfallsréttar opinberra starfsmanna tekur mið af því að skilgreining á því
hverjir teljast opinberir starfsmenn er mjög mismunandi í aðildarríkjunum.
Athugun þeirra á því hvort takmarkanir á verkfalli opinberra starfsmanna séu
heimilar beinist þannig ekki að því með hvaða hætti viðkomandi starfsmenn eru
flokkaðir í löggjöf viðkomandi ríkja heldur því hvers eðlis störf þeirra eru.
Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsaðilanna er þannig aðeins heimilt að takmarka
verkfallsrétt þeirra opinberu starfsmanna sem fara með ríkisvald (exercise aut-
hority in the name of the State). I þessu felst að heimilt er að takmarka eða jafn-
vel afnema verkfallsrétt ráðuneytisstarfsmanna, starfsmanna í öðrum sambæri-
legum ríkisstofnunum og þeirra er starfa við dómstóla.63 Hins vegar á þessi
undantekning ekki við um þá sem starfa í fyrirtækjum á vegum hins opinbera,
að menntamálum, í bönkum o.s.frv.64 Þeir opinberu starfsmenn sem fara ekki
með ríkisvald í framangreindri merkingu geta aftur á móti fallið undir það að
teljast starfa í nauðsynlegum þjónustugreinum og þar með fallið undir heimilar
takmarkanir á verkfallsrétti, sbr. nánari umfjöllun hér á eftir.
Ef verkfallsréttur er afnuminn eða takmarkaður samkvæmt þessum heimild-
um hafa eftirlitsaðilar ILO tekið fram að ákveðin trygging þurfi að vera til stað-
ar fyrir starfsmennina, s.s. sáttaleiðir og hlutlausir gerðardómar sem eru bind-
andi fyrir báða aðila.65
2.6.3.2 Nauðsynleg þjónusta
Með nauðsynlegri þjónustu er átt við þjónustu í starfsgreinum þar sem
truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar
62 Alþýðusamband Islands gegn Islandi (mál nr. 1768). Skýrsla félagafrelsisnefndarinnar nr. 299.
Umrædd lög voru nr. 15/1993 um bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi. Skýrslan er birt í
íslenskri þýðingu í skýrslu félagsmálaráðherra til Alþingis um 82. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf
árið 1995, bls. 45-55. Sjá einnig umfjöllun um lögin í kafla 2.5.4.
63 Freedom of Association - Digest of decisions and principles of the Freedom of Association
Committee of the Goveming Body of the ILO, bls. 111.
64 Sama rit, bls. 110 og Bernard Gernigon, Alberto Odero og Horacio Guido: „ILO principles
conceming the right to strike", bls. 449.
65 Freedom of Association - Digest of decisions and principles of the Freedom of Association
Committee of the Goveming Body of the ILO, bls. 112. Sjá einnig Lee Swepston: „Human Rights
Law and Freedom of Association: Development through ILO supervision", bls. 188.
290