Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 85
4. VERND VERKFALLSRÉTTARINS SAMKVÆMT 74. GR.
STJÓRNARSKRÁRINNAR í LJÓSI DÓMS HÆSTARÉTTAR OG
FRAMANGREINDRA ALÞJÓÐASÁTTMÁLA
4.1 Nokkrar álvktanir af dómi Hæstaréttar í sjómannamálinu
Af framangreindum dómi Hæstaréttar má draga eftirfarandi almennar álykt-
anir:
• Verkfallsrétturinn nýtur verndar samkvæmt 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar og er
þessi vernd „ekki minni“ en samkvæmt 11. gr. MSE.
• Vemd verkfallsréttarins samkvæmt 1. mgr. 74. gr. er þó ekki skilyrðislaus.
• Lagasetning á verkföll (og þvinguð gerðardómsmeðferð) er því aðeins heimil að
uppfylltum sambærilegum skilyrðum og fram koma í 2. mgr. 11. gr. MSE.
• Við túlkun á 74. gr. stjómarskrárinnar verður almennt því aðeins litið til sáttmála
um félagsleg réttindi sem ísland hefur fullgilt og fjalla um réttindi stéttarfélaga að
því marki sem MDE hefur vísað til þeirra við túlkun á 11. gr. MSE.
• Gera verður „strangar kröfur“ til lagasetningar sem bannar verkföll.
• Efnahagsleg áhrif verkfalla geta verið svo alvarleg að ríkir almannahagsmunir
geti réttlætt tímabundið bann við þeim.
Eins og leiða má af umfjölluninni hér að framan um mismunandi vernd verk-
fallsréttarins samkvæmt MSE, FSE og samþykktum ILO skiptir verulegu máli
að hvaða marki til þeirra er litið við túlkun á 74. gr. stjómarskrárinnar. Afstaða
dómstólsins til þess er að vísu ekki fullkomlega skýr en henni virðist í megin-
atriðum mega lýsa með eftirfarandi hætti: Með vísan til greinargerðar með
frumvarpi því er varð að stjómarskipunarlögum nr. 97/1995 um breytingu á
stjómarskránni, og dóma Hæstaréttar um túlkun á ákvæðum stjórnarskrár, verði
félagafrelsisákvæði 74. gr. túlkað með hliðsjón af 1. og 2. mgr. 11. gr. MSE. Þar
sem aðrir sáttmálar en MSE hafi ekki verið lögfestir hér á landi verði við túlkun
á verkfallsréttinum samkvæmt 74. gr. hins vegar aðeins litið til þeirra að því
marki sem MDE hafi vísað til þeirra við túlkun á 11. gr. MSE.74 Samkvæmt
þessu er vemd verkfallsréttarins samkvæmt 74. gr. í rauninni mjög takmörkuð
miðað við þau víðtæku réttindi sem leidd hafa verið af samþykktum ILO nr. 87
og 98 annars vegar og FSE hins vegar. Hefur það verið staðfest hvað ILO varð-
ar í úrlausn félagafrelsisnefndar stofnunarinnar í máli nr. 2170, Alþýðusamband
74 Þó er vísað til þessara sáttmála því til stuðnings að 1. mgr. 74. gr. feli ekki í sér skilyrðislausa
vemd verkfallsréttar stéttarfélaga. Af röksemdum dómsins verður ráðið að þessi tilvísun stafi af því
að í greinargerð með ákvæði því er varð að 75. gr. stjómarskrárinnar, sbr. stjómarskipunarlög nr.
97/1995, þar sem segir að í lögum skuli kveðið á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og
önnur réttindi tengd vinnu, er vísað til alþjóðasamninga sem ísland hefur gerst aðili að, einkurn
FSE og AEFMR. Þá virðist sem að litið sé til þessara sáttmála í einhverjum mæli umfram það sem
leiðir af túlkunum MDE á MSE með þeirri forsendu dómsins að gera verði strangar kröfur til
lagasetningar sem banni tiltekin verkföll eða verkbönn. Þessa gætir þó a.m.k. mjög takmarkað f
föksemdafærslu og niðurstöðu dómsins um það efni. Sjá umfjöllun í kafla 4.2.
295