Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 90
flokka við mat á því hvaða sáttmálar komi til álita við skýringu félagafrelsis-
ákvæðis 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar. Önnur sjónarmið koma hins vegar til
skoðunar varðandi það efni eins og nánar verður vikið að hér á eftir.
4.5 Tengsl 11. gr. MSE og 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar
Við mat á því hvort og þá hvaða reglur alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem
Island hefur skuldbundið sig til að fylgja koma til álita við túlkun á einstökum
mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar koma ýmis sjónarmið til álita. Verður
að ætla, þegar orðalagi stjórnarskrárákvæðanna sleppir, að þar vegi þungt mark-
mið stjómarskrárgjafans sem fram koma í lögskýringargögnum með frumvarpi
til stjómarskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í framangreindu
öryrkjamáli. Einnig að hvaða marki hlutaðeigandi stjómarskrárákvæði eigi sér
samsvöran í því ákvæði mannréttindasáttmála sem til álita kemur að beita.91 Þá
skiptir máli hvort hlutaðeigandi mannréttindaákvæði felur í sér réttindi sem
með tilliti til framsetningar ákvæðisins er unnt að líta á sem lagaleg.92
Að því er snertir tengsl 1. mgr. 74. gr. og 11. gr. MSE er í dómi Hæstaréttar
í sjómannamálinu vísað til þess að við endurskoðun mannréttindaákvæða
stjómarskrárinnar árið 1995 hafi stjómarskrárgjafinn sérstaklega haft í huga
ákvæði MSE. Fram komi í greinargerð með frumvarpinu að fyrirmynd 74. gr.
stjómarskrárinnar sé sótt til 11. gr. MSE. I því sambandi má benda á að ákvæði
það sem nú er í 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar, um rétt til að stofna félög,
hefur að stofni til staðið óbreytt frá 1874 og var aðeins breytt lítillega árið 1995.
Ekki er sérstaklega vísað til MSE um þær breytingar í greinargerð með fram-
varpi til stjómarskipunarlaga nr. 97/1995 en tekið fram að þær beinist „flestar
aðeins að orðalagi“. I meðförum Alþingis var bætt við ákvæðið tilvísun til
stjómmálafélaga og stéttarfélaga og kemur fram í nefndaráliti stjómarskipun-
amefndar að það hafi verið gert „í ljósi þess að hér er um að ræða einhverja
mikilvægustu flokka félaga í sérhverju lýðræðisríki“.93 Kom fram í ræðu flutn-
ingsmanns frumvarps til stjómarskipunarlaga, er það var lagt öðra sinni fram
Alþingi, að þessar breytingar hefðu verið gerðar vegna þess að um það hafi
komið fram óskir við meðferð frumvarpsins.94 Verður því ekki séð að tilvísun
þessi til stéttarfélaga hafi verið sótt til ákvæðis 11. gr. MSE. Á hinn bóginn er í
athugasemdum við frumvarpið vísað til 11. gr. MSE til rökstuðnings fyrir
ákvæði 2. mgr. 74. gr. um rétt til að standa utan félaga, m.a. með vísan til þess
að samkvæmt dómaframkvæmd MDE felist slíkur réttur í ákvæðinu.95 Þannig
virðist sú hliðsjón sem höfð var af ákvæði 11. gr. MSE við breytingar á 74. gr.
91 Sjá álit umboðsmanns Alþingis frá 12. apríl 2002 í máli nr. 3204/2001.
92 Sjá Martin Scheinin: „Economic and Social Rights as Legal Rights“, bls. 42 og Björg Thor-
arensen: „Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjómarskrá og alþjóðasamn-
ingum“, bls. 86.
93 Alþt. 1994-95, A-deild, bls. 3886.
94 Alþt. 1995, B-deild, dk. 140.
95 Alþt. 1994-95, A-deild, bls. 2107.
300