Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 93

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 93
5. SAMANTEKT Verkfallsrétturinn er túlkaður á mjög mismunandi hátt samkvæmt alþjóða- sáttmálum. Af þeim sáttmálum sem fjallað hefur verið um er vemd verkfalls- réttarins víðtækust samkvæmt samþykktum ILO nr. 87 og 98. Byggist það á túlkunum eftirlitsaðila ILO sem hafa með niðurstöðum sínum sett ríkjum veru- legar skorður um heimildir til aðgerða sem takmarka verkfallsréttinn. Félags- málasáttmáli Evrópu veitir verkfallsréttinum einnig víðtæka vemd. Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur aftur á móti lagt áherslu á svigrúm ríkja til mats á nauðsyn aðgerða sem takmarka verkfallsréttinn. Veitir MSE verkfallsréttinum takmarkaða vernd sé tekið mið af FSE og samþykktum ILO. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í sjómannamálinu er vemd verkfallsréttarins samkvæmt 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar mun takmarkaðri en þau víðtæku réttindi sem leidd hafa verið af samþykktum ILO nr. 87 og 98 annars vegar og FSE hins vegar með túlkunum eftirlitsaðila sáttmálanna. Dómurinn byggir m.a. á þeim forsendum að vegna tengsla 11. gr. MSE og 74. gr. stjómarskrárinnar sé rétt að hafa hliðsjón af 11. gr. við túlkun á 74. gr. Þar sem aðrir sáttmálar sem vernda verkfallsréttinn hafi ekki verið lögfestir hér á landi verði aðeins litið til ákvæða þeirra við túlkun á 1. mgr. 74. gr. að því leyti sem MDE hefur vísað til þeirra við túlkun á 11. gr. MSE. Því er haldið fram að sú afstaða sem fram kem- ur í sjómannamálinu um tengsl 11. gr. og 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar sé ekki eins sjálfgefin og ráða má af forsendum dómsins. Einnig að við túlkun á inntaki verkfallsréttarins hafi ekki þýðingu að líta til þess að hvaða marki MDE hafi tekið tillit til annarra sáttmála en MSE þar sem að dómstóllinn hafi í úr- lausnum sínum forðast að leita fanga í ákvæðum þessara sáttmála við afmörkun á vernd verkfallsréttarins samkvæmt 11. gr. MSE. Bent er á að alþjóðlegir mannréttindasáttmálar gegna ótvírætt hlutverki við túlkun á inntaki mannréttindaákvæða stjómarskrárinnar, einkum í kjölfar breyt- inga á ákvæðunum árið 1995. Stendur MSE, sem hefur verið lögfestur hér á landi, þar best að vígi en einnig liggur fyrir nýlegt dæmi þar sem Hæstiréttur beitti sáttmálum sem vemda efnahagsleg og félagsleg réttindi við túlkun á ákvæði 76. gr. stjómarskrárinnar. Þá er vikið að því að ekki verði byggt á hinni hefðbundnu flokkun í borgaraleg og stjómmálaleg réttindi annars vegar og efnahagsleg og félagsleg réttindi hins vegar þegar fjallað er um verkfallsréttinn sem þátt félagafrelsis samkvæmt 74. gr. stjórnarskrárinnar. Unnt sé að skipa verkfallsréttinum sem þætti félagafrelsisins í báða réttindaflokkana en hann sækir stoð sína í meira mæli til sáttmála sem vemda efnahagsleg og félagsleg réttindi heldur en borgaraleg og stjómmálaleg. Þá feli félagafrelsisákvæði FSE og samþykkta ILO nr. 87 og 98 í sér réttindi sem ríkisvaldinu sé óheimilt að skerða sem hefur almennt verið litið á sem einkenni borgaralegra og stjóm- málalegra réttinda, þ.e. að þau séu í eðli sínu lagaleg. Fjallað er um ýmsa skýringarkosti við mat á því hvort rétt sé að hafa hliðsjón af félagafrelsisákvæðum FSE og samþykkta ILO við túlkun á verkfallsréttinum samkvæmt 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Því er haldið fram að sterk rök, svo 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.